Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar

Skrifstofur Norrænu ráðherranefndarinnar, Norðurlandaráðs og Norræna menningarsjóðsins eru undir sama þaki á Ved Stranden 18.

Upplýsingar

Póstfang

Norden Hus
Ved Stranden 18
1061 København K
Danmark

Tengiliður
Tölvupóstur

Efni

Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar

Mannauðs-, stjórnsýslu- og lagasvið (HRAJ)
Mannauðs-, stjórnsýslu- og lagasvið annast almenna fjármálastjórn, þar á meðal reikningsskil og gerð fjárhagsáætlana. Sviðið sér um mannaráðningar, starfsmannaþróun og starfsmannahald, þar á meðal greiðslur launa, skatta og annarra gjalda. Mannauðs-, stjórnsýslu- og lagasvið sér einnig um þjónustu á sviði upplýsingatæki, mótttöku og húsvörslu. Auk stjórnsýslustarfa samhæfir sviðið og undirbýr fundi Norrænu ráðherranefndarinnar um löggjafarsamstarf (MR-LAG).
Til stofnunar
Menningar- og auðlindasvið (KR)
Menningar- og auðlindasvið samræmir norrænt samstarf á sviði norrænu ráðherranefndarinnar um menningu: Lista- og menningarverkefni, fjölmiðla, norrænu húsin og málefni barna og ungmenna; ráðherranefndar´um jafnréttismál, MR-FJLS: ráðherranefndar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt, þar með talið áætlun un nýja norræna matargerðarlist.
Til stofnunar
Deild þekkingar og velferðar (KV)
Deild þekkingar og velferðar (KV)
Til stofnunar
Deild hagvaxtar og loftslagsmála (VK)
Deild hagvaxtar og loftslagsmála samræmir norrænt samstarf á sviði atvinnu-, orku- og byggðamála (MR-VÆKST), umhverfismála (MR-MK) og efnahags- og fjármálastefnu (MR-FINANS). Deildin sinnir einnig þverfaglegum verkefnum sem snúa að norðurslóðum og sjálfbærri þróun.
Til stofnunar
Skrifstofa framkvæmdastjórans (NMR)
Upplýsingasvið (KOMM)
Á sviðinu starfa auk deildarstjórans, upplýsingaráðgjafar, vefstarfsmenn, túlkar, þýðendur, útgáfustarfsmenn, skrifstofufólk, verkefnaráðnir starfsmenn og námsmenn í hlutastörfum. Störf þeirra felst í samskiptum og upplýsingagjöf fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina jafnt til skamms sem og langs tíma.
Til stofnunar
Útgáfudeildin
Útgáfudeilidin er forlag skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar. Árlega koma út um 180 rit. Þau skiptast nokkuð jafnt í verkefnaskýrslur, sem geta verið undirstaða pólitískra ákvarðana (TemaNord-ritröðin), og rit sem miðla pólítískum boðskap (ANP-ritröðin). Útgáfudeildin veitir ráðgjöf um hvort tveggja útgáfu og hönnunarstaðla Norrænu ráðherranefndarinnar. Hægt er að hlaða öllum ritum ókeypis niður á www.norden.org/NordPub.
Til stofnunar
Túlkunar- og þýðingasvið
Túlkunar- og þýðingasvið (Tolk) hefur meginumsjón með þýðingum og túlkun fyrir Norrænu ráðherranefndina og Norðurlandaráð. Á sviðinu starfa fimm ráðgjafar og einn námsmaður í hlutastarfi.
Til stofnunar
Vefdeildin
Vefdeildin ber ábyrgð á daglegum rekstri og þróun vefsíðunnar www.norden.org, félagslegum samfélagsmiðlum og myndskeiðum. Ritstjórn skipa vefstjóri, starfsmaður vefsins, þróunarstjóri vefsins og þrír nemendur.
Til stofnunar
Eystrasaltsskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar
Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Eistlandi
Eitt mikilvægasta verkefni skrifstofunnar er að fylgjast með nýjustu straumum og koma auga á sóknarfæri í samstarfi Eistlands og Norðurlandanna, m.a. gegnum skoðanaskipti við norræna fulltrúa, sem skrifstofan hefur náið samstarf við. Skrifstofan er einnig fulltrúi „þess norræna“ á breiðum vettvangi og stuðlar að auknu norrænu samstarfi í Eistlandi.
Til stofnunar
Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnari í Lettlandi
Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Lettlandi heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Meginverkefni skrifstofunnar að að efla og auka samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjann í Lettlandi.. Skrifstofan er í nánu samstarfi við sendifulltrúa Norðurlandanna í Lettlandi og stendur fyrir sameiginlegum norrænum viðburðum, auk þess að fylgjast með stefnum, straumum og tækifærum sem felast í samstarfinu.
Til stofnunar
Upplýsingaskrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Litháen
Eitt mikilvægasta verkefni skrifstofunnar er fylgjast með og finna nýjar leiðir til samstarfs Litháen og Norðurlandanna, starfið er unnið í samstarfi við norræna fulltrúa, sem skrifstofan hefur náið samstarf við. Skrifstofan stuðlar einnig að kynningum á því sem er "norrænt" og að því að auka norrænt samstarf við Litháen
Til stofnunar