Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar
Ljósmyndari
Mary Gestrin
Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn ber ábyrgð á daglegum rekstri samstarfs norrænu ríkisstjórnanna. Á skrifstofunni eru undirbúin mál sem fjallað er um í ráðherranefndunum tólf og í embættismannanefndum. Skrifstofan ber einnig ábyrgð á því að ákvarðanir sem hafa verið samþykktar séu framkvæmdar.
Skipulag skrifstofunnar er sveigjanlegt og breytist í takti við ákvarðanir norrænu ríkisstjórnanna um norræna samstarfið.
Markmið
Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar annast framkvæmd á samstarfi ríkisstjórna á Norðurlöndum. Við stuðlum að árangri sem felur í sér virðisauka og eykur sýnileika Norðurlanda innan þeirra og útávið með því að
- eiga frumkvæði að pólitískum ákvörðunum, framkvæma þær og fylgja þeim eftir
- þróa þekkingu sem sameiginlegar lausnir eru byggðar á
- skapa tengslanet þar sem skipst er á reynslu og hugmyndum.
Opnunartímar skrifstofunnar
1. september–31. maí:
mánudaga–fimmtudaga kl. 8.30–16.30
föstudaga kl. 8.30–15.30
Júní og ágúst:
mánudaga–föstudaga kl. 8.30–15.30
Júlí:
Afgreiðsla og símavarsla skrifstofunnar er lokuð 3.–31. júlí. Ef brýna nauðsyn ber til að ná sambandi við starfsfólk hússins má finna upplýsingar til þess hér:
Kennitala
Kennitala Norrænu ráðherranefndarinnar: 43 04 19 16
Tengiliður