Sjálfboðastarf stendur áfram á styrkum fótum á Norðurlöndum

09.06.20 | Fréttir
Røde kors
Photographer
Terje Pedersen / Scanpix
Án sjálfboðastarfs er engin samfélagsþátttaka. Án samfélagsþátttöku er ekkert sjálfboðastarf. Á róstursömum tímum afhjúpast hversu mikilvægu hlutverki sjálfboðavinna gegnir í samfélögum. Sjálfboðastarf á Norðurlöndum stendur á styrkum fótum og er í stöðugri þróun. Ný tækifæri hafa orðið til en einnig nýjar áskoranir. Þetta kemur fram í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar sem ber heitið „Sjálfboðavinna á Norðurlöndum – samstaða á nýjum tímum“.

Á norsku og dönsku er talað um „dugnad“ og á finnsku um „talko“. Tungumál endurspegla samfélög okkar. Þessi orð vísa til einnar gerðar sjálfboðavinnu en hún getur verið margs konar. Þátttaka í skipulagðri félagastarfsemi í norrænum samfélögum er með því mesta sem þekkist í heiminum og þátttaka í sjálfboðavinnu er þar af leiðandi útbreidd á svæðinu. Á bilinu 38 og 40 prósent Norðurlandabúa taka þátt í sjálfboðastarfi í einhverri mynd. Öll norrænu ríkin eiga því sæti á lista Eurostat yfir þau 10 lönd þar sem þátttaka íbúa í sjálfboðastarfi er hvað útbreiddust. Erfitt er að mæla með nákvæmum hætti virði þessarar vinnu en í Svíþjóð nemur áætlað virði sjálfboðavinnu 131 milljarði sænskra króna (2014). Í Noregi er áætlað virði 75 milljarður norskra króna (2017) og í Danmörku er virði sjálfboðavinnu talið vera 2,7 prósent vergrar þjóðarframleiðslu. Sjálfboðavinna skapar með öðrum orðum töluverð fjárhagsleg verðmæti, auk þess sem hún stuðlar að samfélagslegu trausti og styrkir félagsleg tengsl.

Í Svíþjóð nemur áætlað virði sjálfboðavinnu 131 milljarði sænskra króna (2014). Í Noregi er áætlað virði 75 milljarður norskra króna (2017) og í Danmörku er virði sjálfboðavinnu talið vera 2,7 prósent vergrar þjóðarframleiðslu.

Sjálfboðavinna á Norðurlöndum – samstaða á nýjum tímum

Þegar þróun sjálfboðastarfs er skoðuð sést að hlutfallsleg þátttaka meðal íbúa hefur haldist nokkuð jöfn. Undir yfirborðinu sjást þó vísbendingar um að breytingar séu að verða á eðli sjálfboðavinnunnar. Aðild að fjöldasamtökum var áður fyrr algengasta formið á tengslum einstaklinga og félaga í borgaralegu samfélagi. Nú hefur sjálfboðavinna sem byggir á einstaklingsfrumkvæði orðið útbreitt form þátttöku.  Virkni sjálfboðaliða og þeim tíma sem varið er í sjálfboðavinnu er einnig á niðurleið. Í skýrslunni kemur fram að þessi þróun sé eðlileg og að hún endurspegli þróun samfélagsins í lýðfræðilegum, félagshagfræðilegum og menningarlegum skilningi.

Vegna þess hversu fjölbreytileg þátttaka í félagastarfi er orðin, er einfaldara en áður fyrir almenning að finna hugðarefnum og sjálfboðavinnu sinni farveg. Hættan er þó að óformlegra félagastarf verði til þess að tengingin á milli æðstu pólitísku stjórnenda annars vegar og almennra borgara hins vegar verði veikari sem afleiðing þess að fjöldahreyfingar verði kraftminni. Það er með öðrum orðum hætta á að almennir borgarar verði óvirkir áskrifendur í stjórnmálum í stað þess að þeir taki virkan þátt.

Sterkt og náið samstarf við félagasamtök getur auðgað norrænt samstarf og gagnast hverju ríki fyrir sig.

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, hefur einsett sér að auka aðkomu borgaralegs samfélags að starfi ráðherranefndarinnar um framtíðarsýn fyrir árið 2030.

- Sterkt og náið samstarf við félagasamtök getur auðgað norrænt samstarf og gagnast hverju ríki fyrir sig, segir Lehtomäki.

Skýrslan „Sjálfboðavinna á Norðurlöndum – samstaða á nýjum tímum“ er rituð af greiningar- og gagnadeild Norrænu ráðherranefndarinnar og kemur út þann 9. júní 2020.