Um vinnutilhögun og stefnumarkandi samþykktir fyrir Norrænu ráðherranefndina

Vinnutilhögun Norrænu ráðherranefndarinnar er að finna á þessum síðum.

Vinnutilhögun og önnur skjöl um stefnumarkandi samþykktir byggjast á Helsinkisáttmálanum sem var undirritaður í Helsinki árið 1962. Helsinkisáttmálinn er samstarfssamningur sem norrænt samstarf byggir á (stundum er talað um Helsinkisáttmálana vegna seinni endurskoðunar og breytinga, sá síðasti tók gildi árið 1996).

Til viðbótar við Helsinkisáttmálann eru til ýmsar aðrar mikilvægar stefnumarkandi samþykktir sem stýra starfi Norrænu ráðherranefndarinna.

Þar á meðal eru upplýsingareglur, endurskoðunarreglur, fjársýslureglur, reglur um notkun Svansmerkisins og nafnmerkisins Norden.