Nýir stjórnendur á skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar

14.06.19 | Fréttir
Nordens Hus i København
Ljósmyndari
norden.org
Tveir nýir stjórnendur hafa verið valdir í stjórnendahópinn hjá Norrænu ráðherranefndinni. Jonas Wendel verður deildarstjóri á skrifstofu framkvæmdastjórans og Anya Strøm verður deildarstjóri starfsmanna-, stjórnsýslu- og lagadeildar.

Jonas Wendel var áður sendiherra Svíþjóðar í Norður-Kóreu. Hann á að baki langan feril í utanríkisþjónustu. 

Anya Strøm kemur úr starfi framkvæmdastjóra við siglinga- og viðskiptarétt dönsku dómstólanna. Þar hefur hún stýrt rekstrardeild sem meðal annars fer með starfsmannamál, fjárhagsmál og upplýsingatækni.

 

„Mig langar að stuðla að sterkari Norðurlöndum og starfa nálægt pólitískum ákvarðanatökuferlum í alþjóðlegu umhverfi,“ segir Anya Strøm.

Jonas Wendel telur norrænt samstarf einkennast af velgengni. 

„Það skapar virðisauka og gleði hjá milljónum manna og er fyrirmynd og innblástur um allan heim. Ég lít á það sem einstakt tækifæri að fá að taka þátt í, gæta og þróa þetta samstarf í þróttmikilli stofnun.“

Anya Strøm og Jonas Wendel hefja störf hjá Norrænu ráðherrranefndinni í byrjun september.