317. Vilhjálmur Árnason (Indlæg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
317
Speaker role
Konservative gruppes talsperson
Date

Virðulegi forseti. Kæru félagar. Það er ánægjulegt að sjá hversu hratt norræn samvinna er að aukast og má segja að maður hafi fundið fyrir vextinum hér á þessu þingi. Markmið okkar með samvinnunni hefur verið að efla sameiginlega rödd Norðurlandanna í auknu samstarfi og samráði landanna borgurunum til heilla. Þetta samstarf hefur verið fjölbreytt og mikilvægt. Markmið norræns samstarfs þurfa að þróast með breyttum tímum og breyttum aðstæðum í breyttum heimi. Við þurfum því að taka norræna samvinnu upp á næsta stig og gera Norðurlöndin öflugri í að takast á við þær áskoranir sem breytt heimsmynd færir okkur. Við vitum ekki hvernig heimurinn mun þróast og verðum því að gera allt til að vera sem best viðbúin því sem koma skal. Þá er margt að gerast varðandi norðurslóðir. Það má t.d. taka samvinnuna upp á næsta stig með því að víkka út samstarf landanna við gerð verklegs skipulags og undirbúnings fyrir komandi áskoranir ásamt því að hafa sameiginlegt skipulag úrræða. Þá má enn fremur víkka og dýpka þá tví- og marghliða miðlun upplýsinga um reynslu sem á sér þegar stað á vettvangi samstarfslandanna.

Einn lykilþáttur öflugrar velferðar á Norðurlöndum er að tryggja öryggi borgaranna. Alþjóðavæðingin hefur margt jákvætt í för með sér en stöku atburðir sem gerast geta haft áhrif um heim allan og ekki megum við gleyma þeirri náttúruvá sem er til staðar og þar skipta almannavarnir miklu máli. Við í flokkahópi hægri manna viljum leggja áherslu á aukið samstarf í heilbrigðismálum til að vernda almenning á Norðurlöndum og að hugað verði að því að halda uppi virkum heildarvörnum. Því leggjum við þessa tillögu fram sem ætlað er að stuðla að því að tryggt verði m.a. nægilegt framboð á matvælum, neysluvatni, orku og lyfjum á hættutímum. Það viljum við að verði gert með því að löndin víki út samstarf sitt um heilbrigðismál á Norðurlöndum þannig að það taki til verklegs skipulags og undirbúnings fyrir aðstæður handan friðar svo að þau verði tilbúin til að styðja hvert annað ef hamfara- eða hættuástand kemur upp. Einnig ber að athuga í þessu efni hvort koma megi á norrænu samstarfi milli hernaðarlegrar starfsemi og borgaralegrar heilbrigðisþjónustu. Leggjum við því þessa þingmannatillögu til afgreiðslu í forsætisnefnd og vonumst eftir góðum undirtektum Norðurlandaráðs við tillögunni.

Skandinavisk oversættelse:

Ärade president. Kära vänner. Det är en stor glädje att bevittna hur fort det nordiska samarbetet utvecklas, och man kan säga att det har varit påtagligt under den här sessionen. Målet har varit att ge Norden en starkare gemensam röst genom ökat samarbete och samordning mellan länderna till nytta för medborgarna. Detta samarbete har varit både mångsidigt och viktigt. Målsättningarna med det nordiska samarbetet måste utvecklas med förändrade tider och ändrade förhållanden i en förändrad värld. Vi måste därför lyfta det nordiska samarbetet till en högre nivå och stärka Nordens möjligheter att svara på de utmaningar som vi står inför i och med en förändrad världsbild. Vi vet inte hur världen kommer att utvecklas och vi måste därför göra allt vi kan för att förbereda oss för vad som väntar. Det är också mycket som händer just nu i Arktis. Samarbetet kan lyftas till en högre nivå bl.a. genom att bredda ländernas samarbete så att det innefattar operativ planering och förberedelser för de utmaningar som väntar, samt genom gemensam planering av resurser. Man skulle också kunna bredda och fördjupa det bilaterala och multilaterala utbytet av erfarenhet som redan pågår mellan länderna.

Medborgarnas säkerhet är en av de viktigaste delarna av den starka nordiska välfärden. Globaliseringen har många positiva sidor men enskilda händelser kan få globala konsekvenser. Vi får inte heller förbise risken för naturkatastrofer och det civila försvarets viktiga roll. Vi i den konservativa gruppen vill prioritera ökat samarbete inom sjukvården för att skydda civilbefolkningen i de nordiska länderna, samt sträva efter att upprätthålla totalförsvarsförmågan. Därför presenterar vi detta förslag som är tänkt att bidra till den nödvändiga försörjningen av exempelvis livsmedel, dricksvatten, energi och läkemedel i kristider. Tanken är att länderna breddar samarbetet inom sjukvården i Norden så att det innefattar operativ planering och förberedelser för förhållanden bortom fred och länderna därigenom har nödvändig beredskap för att stödja varandra vid en katastrof eller kris. Man bör också se över om samverkan på nordisk nivå kan etableras mellan militär verksamhet och civil sjukvård. Vi hänvisar därför detta medlemsförslag till presidiet för behandling och hoppas att det välkomnas av Nordiska rådet.