228. Guðlaugur Þór Þórðarson (Replik)

Informasjon

Speech type
Replikk
Speech number
228
Speaker role
Islands udenrigsminister
Date

Forseti. Ég lít nú svo á að flest af því sem hér hefur komið fram sé brýning. Hér var spurt hvort við viljum bera virðingu fyrir frumbyggjum og að sjálfsögðu viljum við gera það. Hér var Grænland nefnt og ég skal viðurkenna að þegar ég hugsa um Grænland kemur mér fyrst í hug hve stórstigar framfarir hafa orðið hjá þeirri stórhuga þjóð. Það er kannski vegna þess að ég er nýkominn frá Grænlandi og þegar maður upplifir það á eigin skinni getur maður ekkert annað en hrifist af því og að sjálfsögðu stöndum við á bak við þá. Það eru öll Norðurlöndin sem eiga stað í hjarta okkar Íslendinga en bæði Grænlendingar og Færeyingar standa okkur alveg sérstaklega nærri.

Þegar kemur að stöðunni í Sýrlandi finnst mér það skipta máli að við höfum haft algjöra samstöðu og höfum sömuleiðis unnið saman að því að fordæma Tyrki fyrir þessa aðgerð sína. En við þurfum að horfast í augu við það að ef við gætum leyst þetta mál þá myndum við auðvitað gera það og værum löngu búin að því. Málið er bara ekki alveg svo einfalt. En ég held að það sé styrkur fyrir okkur að stilla saman strengi í því, sem við höfum gert.

Hans benti á nýja stöðu í alþjóðamálum sem við verðum auðvitað að horfast í augu við. Sum eru í NATO, eins og við höfum nefnt, og sum ekki og sömuleiðis erum við ekki öll í sömu evrópsku samtökunum en þrátt fyrir það er þetta mál sem við þurfum að vinna saman í og horfa á eins og það er, bæði það sem snýr að hernaðarlegri ógn og nýjum ógnum sem við höfum ekki séð áður.

Aðeins út af Bandaríkjunum sem komið var inn á hér. Ég held að umræðan hér sýni það að við þurfum auðvitað að rækta þau tengsl líka, það gerist ekki af sjálfu sér og þar erum við að vinna saman á mörgum sviðum, stilla saman strengi og tala einni röddu. Ég held að það eigi líka við um þau lönd önnur sem eru í grunninn með okkar sömu gildi þó að stefnan sé ekki alltaf að okkar skapi.

Síðan er bara ánægjulegt að heyra viðbrögðin varðandi skýrsluna. Það er komið nafn á hana, sá ég í  íslenskum fjölmiðlum: Stoltenberg 2009 og Björn 2020. Það er ekki slæmt nafn.

 

Skandinavisk översättning

Ärade president. Jag anser faktiskt att det mesta av det som sagts här måste ses som en utmaning. Vi fick frågan om vi vill respektera urfolkens rättigheter och det vill vi givetvis. Man har nämnt Grönland och jag ska erkänna att när jag tänker på Grönland minns jag först de stora framstegen som det stortänkande folket har gjort. Det kanske beror på att jag nyss varit på besök på Grönland och när man upplever landet med egna ögon kan man inte undvika att bli hänryckt och självklart står vi bakom grönländarna. Alla de nordiska länderna har en speciell plats i alla islänningars hjärtan men både grönländarna och färöingarna står oss särskilt nära.

När det gäller situationen i Syrien tycker jag att det är viktigt att vi har haft total sammanhållning och att vi dessutom har samarbetat om att fördöma Turkiets agerande. Men vi måste ha klart för oss att om vi kunde lösa den här frågan så skulle vi givetvis göra det och skulle då ha gjort det för länge sedan. Så enkel är saken dock inte. Men jag tror att det ligger en styrka i att vi samordnar våra insatser på det sätt som vi har gjort.

Hans pekade på ändrade internationella förhållanden som vi naturligtvis måste bemöta. Vissa länder är med i NATO, som vi redan har diskuterat, medan andra inte är det och på samma sätt är vi inte alla medlemmar i samma europeiska sammanslutningar, men inte desto mindre är detta en frågeställning som vi måste samarbeta om och betrakta som den är, vare sig det gäller militära hot eller nya hot som vi inte har haft att göra med förut.

Några ord om USA som man har hänvisat till. Jag tror att debatten här i dag visar att vi givetvis måste ta vara på våra relationer med USA, det sker inte automatiskt och i det sammanhanget finns det många områden där vi samarbetar, samordnar våra aktiviteter och talar med en röst. Jag tror att detta också gäller andra länder som i grund och botten delar våra värderingar även om vi inte alltid gillar deras politiska agenda.

Sedan är det mycket glädjande att höra alla reaktioner gällande rapporten. I isländska medier har den redan fått ett namn: Stoltenberg 2009 och Björn 2020. Det är inget dåligt namn.