1983 Peter Seeberg, Danmörk: Om fjorten dage

1983 Peter Seeberg, Danmark: Om fjorten dage
Gyldendals Billedbibliotek

Um höfundinn

Peter Seeberg fæddist í þorpinu Skydstrup á Suður-Jótlandi. Guðrækni ríkti á æskuheimili hans sem var þrungið strangleika og sektarkennd. Faðir hans var kennari en hann dó þegar Peter var tólf ára að aldri. Seeberg lauk háskólanámi í bókmenntasögu en snéri sér síðar að fornleifafræði. Frá árinu 1960 starfaði hann á Viborgs Stiftsmuseum samhliða ritstörfum. Hann ritaði skáldsögur og smásögur en samdi einnig leikrit.

Um vinningsverkið

Smásagnasafnið Om fjorten dage hefur að geyma lágværar frásagnir ritaðar á tálguðu máli í einföldum og hnitmiðuðum stíl. Mildri kímni bregður fyrir í smásögunum þar sem oftar en ekki er vægt til orða tekið. Í lífssýn höfundar má skynja almenna óraunveruleikatilfinningu og leit sem henni tengist að hinu nálæga, einfalda og áþreifanlega. Heimspeki Seeberg var því ætíð í anda fáránleika og tilvistarstefnu. Hann vísaði alltaf hinu stórfenglega á bug: - Það eina sem vert er að sækjast eftir er að halda tilverunni niðri á jörðunni, nálægðinni. Þú getur kallað það trúarjátningu mína.

Om fjorten dage

Útgáfa: Forlaget Arena 

Útgáfuár: 1981

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í verki Peters Seeberg, Om fjorten dage, tekst honum á frumlegan hátt og af hnitmiðaðri snilld að leika sér að mismunandi tímabilum og gefa þögulum persónum goðsagnakennda vídd.