Framkvæmdastjórinn

Hlutverk framkvæmdastjórans og frumkvæðisrétturinn Ríkisstjórnir Norðurlanda tilnefna framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Hlutverk hans er að stjórna starfi skrifstofunnar. Starf formennskulandsins og framkvæmdastjórans lýtur leiðbeinandi reglum sem Norræna samstarfsnefndin (NSK) hefur mótað en samkvæmt starfsreglum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur framkvæmdastjórinn rétt og skyldu til að taka sjálfur frumkvæði, sé það talið nauðsynlegt til að þróa samstarfið. Þetta er nefnt frumkvæðisréttur og gildir um allt starf skrifstofunnar. Skrifstofan gegnir með öðrum orðum ekki einungis óvirku hlutverki við skipulag á framkvæmd ákvarðana sem teknar eru í ráðherra- og embættismannanefndunum. Hún á jafnframt sjálf að gera tillögur og taka virkan þátt í að knýja norrænt samstarf fram á við.

Information

Póstfang

Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin | Hús Norðurlanda | Ved Stranden 18, 1061 København K, Danmark

Contact
Phone
+4560153062