Norræna sjálfbærninefndin

Nefndin vinnur að viðfangsefnum og málum sem snerta umhverfis- og náttúruvernd, náttúruauðlindir – þar á meðal nýtingu náttúruauðlinda í landbúnaði, sjávarútvegi og skógrækt. Loftslagsmál eru jafnframt mikilvægur hluti af starfi nefndarinnar – þar á meðal afleiðingar loftslagsbreytinga sem einkum má merkja á nyrstu svæðum Norðurlanda, til dæmis á Grænlandi vegna bráðnunar jökulhettunnar, en einnig hafa afleiðingar á alþjóðavettvangi og geta til dæmis leitt til straums loftslagsflóttamanna. Meðal annarra viðfangsefna nefndarinnar má nefna réttindi neytenda, fiskveiðistjórnun, stefnumótun í landbúnaði, matvæli, kjarnorkuöryggi, líffræðilegan fjölbreytileika og sjálfbærni. Lögð er áhersla á hvort tveggja norræn og alþjóðleg úrlausnarefni og lausnalíkön á áðurnefndum sviðum.

Content

    Persons
    News
    Events
    Information