Norræna þekkingar- og menningarnefndin

Nefndin vinnur með málefni og mál sem snerta menningu, rannsóknir og menntun, grunn- og framhaldsskóla, fullorðinsfræðslu og alþýðufræðslu – þar á meðal mál sem snerta tungumálasamstarf, nýmiðla, færniþróun og nýsköpun á sviði menntamála.

Menntun og fræðsla eru að mörgu leyti lykilinn að góðum starfsferli og þar með einnig lykilinn að góðu lífi fyrir unglinga og fullorðna og að góðu fjölskyldulífi þar sem velferð einstaklinga er ekki í hættu, til dæmis af völdum atvinnuleysis, fátæktar eða fíkniefnamisnotkunar.

Nefndin vinnur einnig að málum sem snerta borgaralegt samfélag og afl og störf sjálfboðaliða, enda gegna þessir tveir þættir mikilvægu hlutverki í lýðræðislegu velferðarsamfélagi. Íþróttir, tungumál, kvikmyndir og fjölmiðlar, almenn og fjölbreytileg list og menning, og menning barna og ungmenna eru jafnframt á starfssviði norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar.

Information

Póstfang

Nordisk Råd
Ved Stranden 18
1061 København K

Contact
Contact

Content

    Persons
    News
    Declaration
    Information