Opinbert samstarf Norðurlanda

Nordens hus på Ved Stranden
Ljósmyndari
Mary Gestrin
Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta svæðisbundna samstarf í heimi. Aðildarlönd samstarfsins eru Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð, og auk þess taka Færeyjar, Grænland og Álandseyjar þátt.

Norræna samstarfið á sér pólitískar, efnahagslegar og menningarlegar rætur og gegnir mikilvægu hlutverki í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi. Norræna samstarfið miðar að því að styrkja stöðu Norðurlanda á alþjóðavettvangi.

Með norrænu samstarfi er unnið að því að efla norræna og svæðisbundna hagsmuni og gildi í alþjóðlegu umhverfi. Sameiginleg gildi landanna styrkja stöðu Norðurlanda í hópi þeirra svæða í heiminum þar sem nýsköpun og samkeppnishæfni er mest.

Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin

Opinbert samstarf Norðurlanda fer í Norrænu ráðherranefndinni, sem er vettvangur ríkisstjórnanna, og í Norðurlandaráði, sem er samstarfsvettvangur þjóðþinganna. Forysta samstarfsins er í höndum sammstarfsráðherranna og kjörinna þingmanna.

Forsætisráðherrarnir hafa stöðugt samráð við þingmenn frá öllum Norðurlöndum um hvernig bregðast skuli við hnattvæðingunni og nýta þau tækifæri sem hún hefur í för með sér.

Norðurlönd – saman erum við öflugri

Norrænu samstarfsráðherrarnir lögðu fram sameiginlega framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á fundi þann 6. febrúar 2014 Með yfirlýsingunni um framtíðarsýn vildu þeir marka heildarstefnu fyrir norrænt samstarf.

Löndin okkar eru lítil, en við trúum því að við verðum sterkari með því að starfa saman. Og með öðrum. Það er framtíðarsýnin okkar – og norræna sjónarhornið okkar

Tengiliður