Alþjóðlegt samstarf Norðurlandaráðs
Forsætisnefnd ber meginábyrgðin á alþjóðlegu samstarfi Norðurlandaráðs og málefnum sem varða utanríkis-, öryggis- og varnarmálastefnu. Alþjóðlegt samstarf er einnig verulegur þáttur í verkefnaskipan nefnda Norðurlandaráðs.
Norðurlandaráð vinnur að því að norrænu ríkin auki samstarf sitt um utanríkis-, varnar- og öryggismál, þar með talið á sviði almannavarna.
Djúp virðing fyrir lýðræði, réttaríkinu, jafnrétti og mannréttindum, óháð landi og flokkspólitískum mörkum er einkenni Norðurlandanna. Litið er á þessi gildi sem sjálfsögð á Norðurlöndum en í mörgum ríkjum eru þau það ekki. Norðurlandaráð vinnur að því að gildi sem þessi séu alltaf ofarlega á dagskrá í alþjóðasamstarfi.
Norðurlandaráð vinnur út frá þremur almennum áherslusviðum í alþjóðasamstarfi:
- Öryggi á Norðurlöndum og í nágrenni þeirra
- Heimsskipan sem fylgir ákveðnum reglum og norræna líkanið
- Sjálfbær þróun: Á Norðurlöndum og á heimsvísu
Eystrasaltsríkin
Eystrasaltsríkin og Norðurlöndin vinna náið saman og Eystrasaltsþingið (Baltic Assembly) er grunnstoð í alþjóðlegu samstarfi Norðurlandaráðs.
Eystrasaltssamstarfið
Í BSPC (The Baltic Sea Parliamentary Conference) koma saman þingmenn, sérfræðingar og embættismenn frá öllum ríkjum sem eiga land að Eystrasalti, að Rússlandi undanskildu, og þetta er því mikilvægur vettvangur fyrir Norðurlandaráð.
Norðurslóðir
Náttúra Norðurslóða er einstök og umhverfið afar viðkvæmt á tímum örra loftslagsbreytinga. Samstarfið milli Vestnorræna ráðsins og CPAR (Conference of Parliamentarians of the Arctic Region) er forgangsmál í norrænu samstarfi.
Benelúx-löndin
Benelúx-löndin og Norðurlöndin eiga mörg sameiginleg gildi og Norðurlandaráð skiptist reglulega á reynslu við Benelúx-þingið.
ESB
Norðurlandaráð lætur sig varða þau málefni Evrópusambandsins sem skipta Norðurlöndin máli og vinnur að því að styrkja sambandið við norræna aðila í Brussel. Samband Evrópuþingsins og Norðurlandaráðs er sérlega mikilvægt.
Þýskaland og Slésvík-Holtsetaland
Þýskaland er mikilvægur samstarfsaðili fyrir öll norrænu ríkin. Samstarf Norðurlandaráðs við þýska þingmenn á sér meðal annars stað á þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins (BSPC) þar sem bæði eru fulltrúar frá þýska Sambandsþinginu (Bundestag) og þingum fylkjanna í Norður Þýskalandi. Í norðurþýska fylkinu Slésvík-Holsetalandi er allstór danskur minnihluti og sambandið milli Norðurlandaráðs og þings Slésvík-Holsetalands er gott.
Bretland og Skotland
Bretland er mikilvægur samstarfsaðili allra norrænu landanna og undanfarin ár hefur Norðurlandaráð styrkt sambandið við bæði breska og skoska þingið.
Kanada og Bandaríkin
Kanada og Bandaríkin skipta Norðurlöndin miklu máli, bæði vegna norðurskautssvæðisins og á öðrum sviðum. Þess vegna vill Norðurlandaráð styrkja samstarfið við Norður-Ameríku. Máli skiptir að Norðurlöndin nýti tækifærið sem felst í því að mörgum íbúum Norður-Ameríku finnst þeir vera tengdir Norðurlöndum.
Úkraína
Öll norrænu löndin eru mikilvægir stuðningsaðilar Úkraínu. Norðurlandaráð styður þetta að fullu og vill leggja sitt af mörkum til þess að halda málefnum Úkraínu á dagskrá til lengri tím.
Lýðræðisleg stjórnarandstaða í Belarús og Rússlandi
Norðurlandaráð vinnur að því að styðja við lýðræðislega andstöðu í Belarús og Rússlandi, oft í samstarfi við Eystrasaltsþingið.
Sameinuðu þjóðirnar
Norðurlandaráð styður innleiðingu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna, samnings um líffræðilega fjölbreytni og Parísarsamkomulagsins og tekur meðal annars þátt í árlegum leiðtogafundi um loftslagsmál.