Alþjóðlegt samstarf Norðurlandaráðs

Nordiska och baltiska flaggor
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Norðurlandaráð er opið og á í nánu samstarfi við fjöldamörg samtök, alþjóðleg, svæðisbundin og tengd þjóðþingum. Norðurlandaráð leggur langmesta áherslu á samstarf við nálæg svæði, þ.e. Eystrasaltssvæðið, norðurskautið og Evrópusambandið.

Forsætisnefnd ber meginábyrgðin á alþjóðlegu samstarfi Norðurlandaráðs og málefnum sem varða utanríkis-, öryggis- og varnarmálastefnu. Alþjóðlegt samstarf er einnig verulegur þáttur í verkefnaskipan nefnda Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð er með skrifstofu í Brussel síðan 2017. 

Norðurlandaráð vinnur að því að norrænu ríkin auki samstarf sitt, þvert á alþjóðasamtök, um utanríkis-, varnar- og öryggismálastefnu, þar með talið á sviði borgarlegs viðbúnaðar. Djúp virðing fyrir lýðræði, réttaríkinu, jafnrétti og mannréttindum, óháð landi og flokkspólitískum mörkum er einkenni Norðurlandanna. Litið er á þessi gildi sem sjálfsögð á Norðurlöndum en í mörgum ríkjum eru þau það ekki. Norðurlandaráð vinnur að því að gildi sem þessi séu alltaf ofarlega á dagskrá í alþjóðasamstarfi. 

Eystrasaltsríkin

Eystrasaltsríkin og Norðurlöndin eiga margt sameiginlegt og Eystrasaltsríkjaráðið er grunnstoð í alþjóðlegu samstarfi Norðurlandaráðs. 

Eystrasaltssamvinnan

Í BSPC (The Baltic Sea Parliamentary Conference) koma saman þingmenn og embættismenn frá öllum ríkjum sem eiga land að Eystrasalti og þetta er því mikilvægur vettvangur fyrir Norðurlandaráð.

Hvíta-Rússland

Norðurlandaráð stendur árlega fyrir málþingi um Hvíta-Rússland með fulltrúum frá hvítrússnesku stjórnarandstöðunni, félagasamtaka, þingi Hvíta-Rússlands og alþjóðasamtökum. Fundirnir eiga að stuðla að auknu lýðræði og áframhaldandi samtali milli aðila.

Rússland

Norðurlandaráð æskir þess að sambandið milli Rússlands og Norðurlanda sé árangursríkt og fyrirsegjanlegt. Á hverju ári er rússneskum þingmönnum boðið í námsferð til eins af norrænu ríkjunum. Haldinn er hringborðsfundur rússneskra þingmanna og Norðurlandaráðs í tengslum við þing Norðurlandaráðs. 

Norðurslóðir

Náttúra Norðurslóða er einstök og umhverfið afar viðkvæmt á tímum örra loftslagsbreytinga. Samstarfið milli Vestnorræna ráðsins og CPAR (Conference of Parliamentarians of the Arctic Region) er forgangsmál í norrænu samstarfi. 

Sameinuðu þjóðirnar

Norðurlandaráð styður innleiðingu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna, samnings um líffræðilega fjölbreytni og Parísarsamkomulagsins og tekur meðal annars þátt í árlegum leiðtogafundi um loftslagsmál.

Kanada og Bandaríkin

Kanada og Bandaríkin skipta Norðurlöndin miklu máli, bæði vegna norðurskautssvæðisins og á öðrum sviðum. Þess vegna vill Norðurlandaráð styrkja samstarfið við Norður-Ameríku. Máli skiptir að Norðurlöndin nýti tækifærið sem felst í því að mörgum íbúum Norður-Ameríku finnst þeir vera tengdir Norðurlöndum.

Evrópusambandið

Norðurlandaráð lætur sig varða þau málefni Evrópusambandsins sem skipta Norðurlöndin máli og vinnur að því að styrkja sambandið við norræna aðila í Brussel. Samband Evrópuþingsins og Norðurlandaráðs er sérlega mikilvægt.

Þýskaland

Þýskaland er mikilvægur samstarfsaðili fyrir norrænu ríkin. Samstarf Norðurlandaráðs við þýska þingmenn á sér meðal annars stað á þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins (BSPC) þar sem bæði eru fulltrúar frá þýska Sambandsþinginu og þingum fylkjanna í Norður Þýskalandi. Í norðurþýska fylkinu Slésvík-Holsetalandi er allstór danskur minnihluti og sambandið milli Norðurlandaráðs og þings Slésvík-Holsetalands er gott. 

Benelúx-löndin

Benelúx-löndin og Norðurlöndin eiga mörg sameiginleg gildi og Norðurlandaráð skiptist reglulega á reynslu við Benelúx-þingið. 

Bretland

Norðurlöndin líta svo á að Bretland sé mikilvægur samstarfsaðili þrátt fyrir Brexit.