Nefndin vinnur að málefnum og viðfangsefnum sem snerta vinnumarkað og vinnuumhverfi, atvinnulíf, viðskipti, iðnað, orku, baráttu gegn stjórnsýsluhindrunum, samgöngumál og öryggi í samgöngumálum. Samstarf Norðurlanda snýst einnig að miklu leyti um frjálsa för á vinnumarkaði, en það er um leið eitt af flaggskipum Norðurlanda hvað varðar að standa vörð um velferð og atvinnulíf. Baráttan gegn stjórnsýsluhindrunum stuðlar að því að viðhalda þessu líkani, sem nýtur aðdáunar á alþjóðavettvangi og sem gerir almenningi auðveldara fyrir að stunda nám og starfa þvert á landamæri. Nefndin fjallar einnig um mál sem tengjast fjármála- og atvinnustefnu – þar á meðal rammaskilyrði rannsókna, framleiðslu og viðskipta, og í framhaldi því frjálsa för á mörkuðum og vinnumörkuðum á Norðurlöndum. Byggða- og uppbyggingarstefna, fjarskipti og upplýsingatækni eru einnig á starfssviði norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndarinnar.