1984 Göran Tunström, Svíþjóð: Juloratoriet

1984 Göran Tunström, Sverige: Juloratoriet
© Monica Englund

Um höfundinn

Göran Tunström ólst upp í Sunne í Värmlandi. Höfundurinn fjallaði oft um átthagana í verkum sínum og urðu þeir smám saman samnefnari tilverunnar. Faðir hans var prestur en dó skyndilega úr hjartaáfalli. Föðurmissirinn setti svip sinn á allan skáldskap Tunström, hann var tómið sem öll list hans snerist um. Rauður þráður í frásögnum hans er undrun og hlý mannleg nálægð, honum tókst alltaf að varðveita viðkvæma skynjun barnsins.

Um vinningsverkið

Jólaóratórían gerist eftir að amma sögumannsins treðst undir kúahjörð þegar hún er á leið í kirkju til að syngja. Lýsing á viðbrögðum aðstandenda við slysinu verður að listrænni sköpun sem er nokkurs konar svar eða að minnsta kosti tilraun til að bregðast við lífinu. Jólaóratóría Bachs hljómar stöðugt í skáldsögunni, gerir lífshátt listarinnar áþreifanlegan sem miðpunkt þjáningar, einsemdar og villuráfandi söknuðar í lífi manneskjunnar. Í verki Bachs er brugðist við dauðanum, í byrjun Jólaóratóríunnar er kallað á andstæðu dauðans þegar lúðrar englanna hljóma: Fagnið! Syngið lof!

Juloratoriet (Jólaóratórían)

Útgáfa: Albert Bonniers Förlag 

Útgáfuár: 1983

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1984 voru veitt sænska rithöfundinum Göran Tunström fyrir skáldsöguna Jólaóratórían. Þar er örlögum mannanna fléttað saman við kórraddir og sýnt fram á að hægt er að endurreisa heiminn úr rústum glundroða.