1987 Herbjørg Wassmo, Noregur: Hudløs himmel

1987 Herbjørg Wassmo, Norge: Hudløs himmel

Um höfundinn

Herbjørg Wassmo er fædd á eyju nærri heimskautsbaug í Noregi. Fyrsta bók hennar, ljóðasafnið Vingeslag, kom út árið 1976 og markaði upphaf einstaks skáldaferils. Áður en tíu ár voru liðin voru bækur hennar orðnar hluti af námsefni í bókmenntum í öllum norskum skólum og háskólum. Verk hennar hafa verið þýdd á 14 tungumál.

Um vinningsverkið

Dreyrahiminn er lokabindi trílógíunnar um Þóru en fyrsta bindi hennar, Húsið með blindu glersvölunum, kom út 1981. Annað bindi, Þögla herbergið, kom út 1986. Aðalpersóna sögunnar er Þóra sem elst upp í litlu sjávarþorpi í Norður-Noregi eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Hún skynjar ung að leynd hvílir yfir faðerni hennar en kemst smám saman að því að hún er hermannabarn en faðir hennar hafði verið í þýska hernámsliðinu. Þóru líður illa og verður auk þess fyrir kynferðislegri misnotkun stjúpföður síns. Henni fer að bjóða við líkama sínum, þjáist af málfarstruflunum og veikist á geði. Í bókinni fylgjumst við með leit Þóru að sjálfri sér sem fullorðinni manneskju. Persónur sögunnar eru markaðar af hryssingslegu sjávarþorpinu í Norður-Noregi og andrúmsloftið hvílir þungt á þeim. Himinninn er blóðrauður.

Hudløs himmel (Dreyrahiminn)

Útgáfa: Gyldendal Norsk Forlag 

Útgáfuár: 1986

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Dreyrahiminn er þriðja bindi sögunnar um Þóru sem finnur lífsstyrk sinn með því að lifa í gegnum aðra. Skáldsagan er óvenju blæbrigðarík frásögn um unga konu, skrifuð af milli næmni en jafnframt af harkalegu raunsæi.