1997 Dorrit Willumsen, Danmörk: Bang: en roman om Herman Bang

1997 Dorrit Willumsen, Danmark: Bang: en roman om Herman Bang
Morten Holtum 2008

Um höfundinn

Dorrit Willumsen er fædd í Kaupmannahöfn. Hún hóf ritstörf um miðjan 7. áratug síðustu aldar og hefur gefið út skáldsögur, smásögur, ljósasöfn og leikrit. Tímamótaverk hennar er skáldsagan Marie um líf Madame Tussaud þar sem höfundur segir frá því hvernig fórna verður ástinni fyrir listina. Í Danmörku hefur hún hlotið stóru verðlaun Dönsku akademíunnar, Gagnrýnendaverðlaunin og Søren Gyldendal-verðlaunin.

Um vinningsverkið

Bang: en roman om Herman Bang fjallar um rithöfundinn, blaðamanninn, leikstjórann og grínistann Herman Bang en hann er almennt talinn einn helsti meistari danskra bókmennta. Í verkinu er sagt frá störfum hans við blaðamennsku, bréfaskrifum, atburðum í lífi hans og einnig er vitnað í frásagnir vina hans og starfsbræðra. Rammi sögunnar er síðasta ferðalag Bangs þegar hann flutti fyrirlestra um bókmenntir í Bandaríkjunum árið 1912. Við hittum höfundinn fyrir einmana og lúinn við komuna til New York. Hann ákvað að yfirgefa Danmörku og Evrópu til að flýja ofsóknir vegna samkynhneigðar sem hann reyndi ekki lengur að fela. Dorrit Willumsen lýsir lífi og hugsunum höfundarins á ferðalaginu þar sem hann minnist bernsku sinnar og geðveiki föður síns.

Bang: en roman om Herman Bang

Útgáfa: Forlaget Gyldendal 

Útgáfuár: 1996

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í skáldsögunni um Herman Bang tekst Dorrit Willumsen að endurnýja ævisagnahefðina. Í beittum og fallegum texta lýsir hún tilveru listamannsins þannig að persónueinkenni hans fá almennt gildi og höfða til lesandans.