2012 Merethe Lindstrøm, Noregur: Dager i stillhetens historie

2012 Merethe Lindstrøm, Norge: Dager i stillhetens historie

Um höfundinn

Merethe Lindstrøm er fædd í Björgvin árið 1963. Fyrsta bók hennar, smásagnasafnið „Sexorcisten og andre fortellinger“, kom út árið 1983 en hún hefur skrifað mörg smásagnasöfn og skáldsögur og eina barnabók. Merethe Lindstrøm skrifar um leit nútímamanneskjunnar að öðru fólki og tilgangi. Mesta athygli hafa vakið smásagnasafnið „Svømme under vann“ (1994) og skáldsögurnar „Steinsamlere“ (1996) og „Stedfortrederen“ (1997). Hún var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008 og norsku gagnrýnendaverðlaunanna, í flokknum besta bók fyrir fullorðna, árið 2007 fyrir smásagnasafnið „Gjestene“ (2007). Merethe Lindstrøm hlaut Dobloug-verðlaunin árið 2008 fyrir ritstörf sín.

Um vinningsverkið

Roskin hjón hafa gert með sér þegjandi samkomulag um að ræða ekki fortíð sína. Karlinn hverfur æ meir inn í sig en konan reynir að brjótast út úr einangruninni og þögninni. Hver var húshjálpin sem þau tengdust bæði svo sterkum böndum á tímabili en ráku síðan skyndilega úr vistinni?Merethe Lindstrøm hefur skrifað knappa og þétta fjölskyldusögu um þöggun og þögn. Sagan fjallir um ást karls og konu og hvernig þau velja að skilgreina tilveruna en uppgötva síðar að sumt vill ekki hverfa. Þegar fortíðin gerir vart við sig kemur í ljós að hún hefur aldrei horfið.

Dager i stillhetens historie

Útgáfa: Aschehoug 

Útgáfuár: 2011

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í rólegum, hnitmiðuðum og íhugulum prósa segir Lindstrøm frá þvi hvernig dramatísk fortíð brýst smám saman inn í líf og vitund eldri konu.