Dagur Norðurlanda 2023 - taktu þátt!

Nordiske flag
Photographer
norden.org
Dagur Norðurlanda er 23. mars. Þá höldum við upp á elsta svæðisbundna stjórnmálasamstarf í heimi. Það gerum við með fimm viðburðum víðs vegar á Norðurlöndum.

Á degi Norðurlanda verða haldnir viðburðir þar sem sjónum er beint að norrænu samstarfi fyrir ungt fólk, sjálfbærni, öryggi og friðarmálum. Á öllum viðburðunum er haft til hliðsjónar að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.     

Viðburðir

8.00-9.00 CET: Hvert stefna Norðurlönd þegar stríð geisar í nágrenni þeirra? (Ósló)

Hefjið dag Norðurlanda á góðum morgunverði og samtali um norrænt samstarf á óvissutímum undir stjórn Hilde Sandvik sem þekkt er úr þáttunum „Norsken, svensken og dansken“.

9.30-14.30 CET: Norðurlönd framtíðarinnar – hvert er hlutverk Finnlands? (Helsinki)

Í Finnlandi verður haldið upp á dag Norðurlanda með dagskrá í heilan dag þar sem verða ýmsar umræður um framtíð Norðurlanda og hlutverk Finnlands í samfélagi Norðurlanda.

10.30-12.30 CET: Norðurlönd fyrir ungt fólk – nú og til framtíðar (Kaupmannahöfn)

Við munum ræða loftslagsmál, einmanaleika, öryggi, friðarmál, jafnrétti og lýðræði með 50 námsmönnum og verða einhvers vísari um hvar Norðurlöndin standa nú, hvert við stefnum og hvernig við verðum sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030.

15.00-17.00 CET: Norðurlönd framtíðarinnar – hvernig varðveitum við frið og öryggi? (Stokkhólmi)

Hver eru áhrif árásarstríðs Rússa gegn Úkraínu á Norðurlönd? Hvernig verða Norðurlönd og samstarf þeirra í framtíðinni? Og hvernig varðveitum við best öryggi og frið á Norðurlöndum?

17.00-19.00 CET: Norræn samstaða og hlutverk menningar á ófriðartímum (Reykjavík)

Í Reykjavík verður haldið upp á dag Norðurlanda og undirritun Helsingforssamningsins með alhliða dagskrá þar sem fjallað verður um frið, samstöðu og mátt menningar. 

Helsingfors-samningurinn – oft er nefndur norræna stjórnarskráin

Á degi Norðurlanda fögnum við norrænu samstarfi sem tekur til Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar, auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Á þessu ári eru 61 ár frá því að samstarfið varð opinbert með Helsingfors-samningnum sem oft er nefndur norræna stjórnarskráin. Til samstarfsins var stofnað eftir seinni heimsstyrjöld, meðal annars með það að markmiði að Norðurlöndin í sameiningu ættu að skapa öryggi og standa vörð um lýðræði og frið.

Samstarfið hefur aukist með árunum og tekur nú til margra málaflokka með það að markmiði að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030.