Hvernig mæta Norðurlönd ungmennum nútímans? Verður norræn samfélagsgerð framtíðarinnar traust og sjálfbær? Dagana 29.–31. október sitja þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum þing Norðurlandaráðs í Ósló. Á norrænum leiðtogafundi þingmanna og forsætisráðherranna verður fjallað um norrænt samstarf í framtíðinni.