Höskuldur Þórhallsson (Replik)

Upplýsingar

Speech type
Andsvar
Speech number
85
Speaker role
Præsidiets talsperson
Date

Virðulegi forseti. Bestu þakkir til Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, fyrir kynningu hennar á dönsku formennskuáætluninni í norrænu ráðherranefndinni árið 2015. Hún er grundvöllur fyrir áframhaldandi góðu starfi ráðherranefndarinnar og gott veganesti fyrir okkur í forsætisnefnd Norðurlandaráðs. Yfirskrift áætlunarinnar, Vöxtur og velferð, lýsir líka mikilvægu inntaki norrænna samfélaga, samspilið milli vaxtar og atvinnuþátttöku annars vegar og velferðar hins vegar hefur löngum verið okkur hugleikið og verður það áfram.

Við verðum einnig að hafa hugfast, hvort sem við búum í norður-, suður-, austur- eða vesturhluta Norðurlanda, að saman erum við sterk heild og samlegðaráhrifin af samstarfi okkar bæta skilyrði okkar og stöðu okkar í heiminum. Hugtakið Norden, sem samnefnari fyrir vöxt og velferð, verður okkar sterkasta vörumerki í framtíðinni.

Í því samhengi eru sameiginleg gildi okkar, sem einnig er fjallað um í formennskuáætluninni, svo sem lýðræði, tillit til umhverfisins, jafnrétti, nýsköpun og lítil spilling, mikilvægir styrkleikar okkar og einkenni á alþjóðavettvangi. Gildin eru dýrmæt, bæði til að koma Norðurlöndunum á framfæri og líka sem traustur grundvöllur til að vinna að stöðugleika í okkar heimshluta. Ef við hlúum að gildum okkar getur það verið lykilatriði í framtíð Norðurlandanna.

Í sérkaflanum um norðurslóðir, norðurskaut og Norður-Atlantshaf er fjallað um þá áskorun sem við höfum í æ ríkari mæli fjallað um í norrænu samstarfi á síðustu áratugum, nefnilega samspilið milli umhverfismála, efnahagsmála og samfélagsmála á norðurslóðum. Í kaflanum er sjónum sérstaklega beint að hafinu sem er mjög ánægjulegt. Hafið er stór hluti Norðurlanda. Það get ég, sem bý á eyju í hafinu á norðurslóðum, vitnað um og því ber sérstaklega að fagna því að það fái sérstaka umfjöllun.

Að lokum vil ég lýsa ánægju minni yfir þeirri endurbótavinnu sem fer fram þessi missirin hjá norrænu ráðherranefndinni sem og hjá Norðurlandaráði. Ég er sannfærður um að sú vinna mun skila betra starfi og samstarfi ráðherranefndarinnar og ráðsins til heilla fyrir íbúa og fyrirtæki á Norðurlöndum.

Ég vil sérstaklega nefna þá hugmynd að tryggja að tilmæli Norðurlandaráðs fái umfjöllun fyrir þjóðþingunum sem mjög mikilvægar tillögur og ég vona að hún verði að veruleika.

Ég vil þakka forsætisráðherra Danmerkur fyrir hennar innlegg hér og fyrir hennar formennskuáætlun og vonast eftir góðu samstarfi.

Takk fyrir.

Skandinavisk oversettelse

Ærede præsident. Mange tak til Danmarks statsminister, Helle Thorning Schmidt, for hendes præsentation af Danmarks formandskabsprogram for Nordisk Ministerråd i 2015. Det udgør grundlaget for fortsat godt arbejde i ministerrådet, og noget vi kan tage med os i Nordisk Råds Præsidium. Programmets titel, Vækst og velfærd, indikerer også det vigtige som de nordiske samfund står for, samspillet mellem vækst og beskæftigelse på den ene side og velfærd på den anden, noget der har været vigtigt for os i lang tid og som bliver ved med at være det.

Vi må huske, hvad enten vi bor i den nordlige, sydlige, østlige eller vestlige del af Norden, at vi sammen danner en stærk helhed, hvor synergieffekten af vores samarbejde vil forbedre vores vilkår og position i verden. Begrebet Norden bliver, som en fællesnævner for vækst og velfærd, vores stærkeste varemærke fremover.

I den sammenhæng skaber vores fælles værdier, som også omtales i formandskabsprogrammet, såsom demokrati, miljøhensyn, ligestilling, innovation og lav korruption, en vigtig styrkeposition, der kendetegner os internationalt. Værdierne er vigtige, både for at profilere Norden men også som et solidt grundlag for at arbejde for stabilitet i vores del af verden. Hvis vi værner om vores værdier, vil de kunne spille en central rolle for Nordens fremtid.

Kapitlet om Arktis, den arktiske region og Nordatlanten, handler om den udfordring som vi er blevet mere og mere optaget af i det nordiske samarbejde i løbet af de seneste årtier, nemlig samspillet mellem miljø, økonomi og samfund i Arktis. Kapitlet sætter fokus på havet, hvilket er meget glædeligt. Havet udgør en stor del af Norden. Det kan jeg, som bor på en ø i havet i de nordlige egne, vidne om, og derfor bør man bifalde det på særlig vis at det bliver omtalt eksplicit.

Afslutningsvis vil jeg udtrykke min tilfredshed med det reformarbejde, der foregår i disse måneder i Nordisk Ministerråd såvel som i Nordisk Råd. Jeg er overbevist om at det arbejde vil bidrage til forbedringer i virksomheden og samarbejdet mellem ministerrådet og rådet, til gavn for beboere og virksomheder i Norden.

Jeg vil særlig fremhæve idéen om at sikre, at Nordisk Råds rekommandationer bliver behandlet i de nationale parlamenter som særligt vigtige forslag, og jeg håber at den bliver ført ud i livet.

Jeg vil takke Danmarks statsminister for hendes indlæg her i forsamlingen samt for hendes formandsskabsprogram, og håber at vi får et godt samarbejde.

Tak.