Kolbeinn Óttarsson Proppé (Replik)

Upplýsingar

Speech type
Andsvar
Speech number
301
Speaker role
Nordisk Grøn Venstre
Date

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forseta kærlega fyrir hans mál. Það var virkilega inspírerandi að hlusta. Sjálfur hef ég þá skoðun að afl hins sterka hafi alltof oft verið svarið við þeim deilum sem upp hafa komið í gegnum tíðina. Ég er nú menntaður sagnfræðingur þannig að ég er ánægður með áherslu á söguna. Ég var sérstaklega hrifinn af hugtakinu sjálfbær friður, sem hæstv. forseti kom inn á. Mig langar að spyrja aðeins út í kjarnorkuvopn. Nú eru blikur á lofti á ýmsum svæðum hvað þau og varðar. Hver er afstaða hæstv. forsetans til banns við þeim, til þess að Norðurlöndin undirriti öll samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum, og kannski ekki síst til þess hvort Norðurlöndin og norðurskautssvæðið verði yfirlýst kjarnorkuvopnalaus svæði, friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum?

Skandinavisk oversættelse

Ærede præsident. Jeg takker højstærede præsident for hans tale. Den var virkelig inspirerende at lytte til. Selv er jeg af den opfattelse at den stærkes magt alt for tit har været svaret på de konflikter der er opstået gennem tiden. Det forholder sig sådan at jeg er uddannet historiker og derfor er jeg tilfreds med den vægt der lægges på historien. Jeg er særligt begejstret for udtrykket bæredygtig fred som højstærede præsident omtalte. Jeg har lyst til at spørge lidt om atomvåben. Situationen er faretruende flere steder hvad dem angår. Hvordan forholder højstærede præsident sig til et forbud mod dem, til at samtlige nordiske lande underskriver FN’s traktat om forbud mod atomvåben, og måske ikke mindst til om Norden og Arktis bliver erklæret som atomvåbenfrie zoner, fredet mod atomvåben?