1962 Eyvind Johnson, Svíþjóð: Hans nådes tid
Um höfundinn
Frásagnarstíll Eyvinds Johnson var epískur. Efniviður hans spannar breitt, allt frá grískri fornöld - þar sem hann endurorti Ódysseifskviðu í módernískum stíl í Strändernas svall - til erfiðra uppvaxtarára hans í Austurbotni sem hann lýsir í skáldsögunni Romanen om Olof. Eyvind Johnson lét siðferðisleg og pólitísk álitamál samtíðarinnar til sín taka og tók einarða afstöðu gegn harðstjórn og með lítilmagnanum. Eyvind Johnson hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1974.
Um vinningsverkið
Hans nådes tid er söguleg skáldsaga sem gerist á tímum Karlunga. Aðalpersónan Jóhannes Lupigis er af ætt Langbarða en ríki þeirra þurfti að lúta lægra haldi fyrir Karlamagnúsi. Lupigis ræður sig til hirðar Karlunga og gerist leyniritari keisara. Aðalmótífi er beitt í flókinni módernískri frásögn þar sem fléttað er inn ljóðrænum prósa sem veitir lesandanum innsýn í ævi aðalpersónunnar og örlög ættar hans. Undir auðmjúku og hógværu yfirborði hins brosmilda ritara heyrast óp hinna sigruðu og fjötruðu. Skáldsagan vekur almennar spurningar um samband textans við valdið og gang sögunnar. Í þeirri mynd sem brugðið er upp af ritaranum má greina andlitsdrætti höfundarins sjálfs.
Hans nådes tid
Útgáfa: Aldus
Útgáfuár:1960
Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar
Eyvind Johnsson hlaut bókmenntaverðalaun Norðurlandaráðs árið 1962 fyrir skáldsöguna Hans nådes tid. Með sterkum persónulýsingum og leyndardómsfullri íróníu speglar hann nútímann í sögulegu efni.