1964 Tarjei Vesaas, Noregur: Is-slottet
Um höfundinn
Tarjei Vesaas var afkastamikill og fjölhæfur rithöfundur sem skrifaði verk í mörgum bókmenntagreinum. Hann var bóndasonur frá Þelamörk, kom fyrst fram á sjónarsviðið á 3. tug síðustu aldar og gaf út mörg raunsæ verk um sveitalíf. Með tímanum þroskaðist hið ljóðræna með honum og átti hann eftir að skrifa nokkur táknræn líkingaverk sem einkenndust af leyndardómsfullu mótspili ljóss og myrkurs. Hann skrifaði á nýnorsku.
Um vinningsverkið
Klakahöllin er skáldsaga þar sem tvær ellefu ára gamlar stúlkur eru aðalpersónur: hin mannblendna Siss og hin þögla og feimna Unn. Daginn eftir að stúlkurnar hittast og Unn segist búa yfir erfiðu leyndarmáli leggur hún af stað í klakahöllina. Höllin er úr klakaböndum sem myndast hafa um veturinn umhverfis foss einn. Þegar hún gengur inn í höllina uppgötvar hún raðir af sölum úr ís. Unn verður bergnumin af fegurðinni þegar hún gengur úr einum sal í annan en í þeim sjöunda villist hún og ratar ekki út. Hún frýs í hel með nafn Siss á vörum sínum. Skáldsögunni lýkur á frásögninni af Siss og viðbrögðum hennar við dauða Unnar. Nú verður Siss þögull einfari. Hún hverfur inn í klakahöll tilfinninganna þar til hún losnar úr fjötrunum og getur haldið áfram eftir að hafa fengið aukinn skilning á lífi hinna fullorðnu.
Is-slottet (Klakahöllin)
Útgáfa: Gyldendal Norsk Forlag
Útgáfuár: 1963
Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1964 voru veitt Tarjei Vesaas fyrir Klakahöllina. Skáldsagan fjallar um norræna vetrarnáttúru þar sem sálarlífi er lýst á næman hátt sem mynd af einmanaleika og félagsþörf manneskjunnar.