1965 Olof Lagercrantz, Svíþjóð: Från helvetet till paradiset

1965 Olof Lagercrantz, Sverige: Från helvetet till paradiset
Harald Borgström

Um höfundinn

Olof Lagercrantz var fjölhæfur rithöfundur. Ljóðskáld, þýðandi, gagnrýnandi sem hafði unun af rökræðum, blaðamaður (ritstjóri Dagens Nyheter 1960–1975) og ekki síst frábær leiðsögumaður um heim bókmenntanna. Lagercrantz hafði gífurleg áhrif á sænskt menningarlíf. Hann var frábær stílisti og snillingur á sænska tungu. Skarpgreindur maður en átti til að vera þrætugjarn og óvæginn í garð annarra.

Um vinningsverkið

Från helvetet till paradiset, bók um Dante og gleðileik hans, braut blað í sögu bókmenntaverðlaunanna á tvennan hátt. Í fyrsta sinn voru verðlaunin veitt verki sem ekki var skáldverk og hvorki fyrr né síðar hefur verðlaununum verið skipt á milli tveggja rithöfunda. Ákaft var deilt um hvort þetta fæli í sér gengisfellingu verðlaunanna. Þó lék enginn vafi á mikilvægi verks Lagercrantz. Þar kynnir hann til sögunnar nýstárleg vinnubrögð með því að fjalla um fornan skáldskap eins og hann væri ortur til samtíðarinnar. Efni sögunnar er víðfeðmt en þó einfalt og þannig opnast dýpt þess. Óbeinar tilvísanir eru margar og vekja lesandann til umhugsunar. Stíllinn er léttur og aðgengilegur!

Från helvetet till paradiset

Útgáfa: Wahlström & Widstrand 

Útgáfuár: 1964

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Från helvetet till paradiset er listrænt og gagnrýnið verk þar sem höfundur túlkar sígilt efni um leið og hann kemur persónulegum boðskap sínum til skila.