1965 William Heinesen, Færeyjar: Det gode håb

1965 William Heinesen, Färöarna: Det gode håb
Forlaget Oktober/ukendt fotograf

Um höfundinn

William Heinesen hóf ritferil sinn sem ljóðskáld en það voru skáldsögur hans og smásögur sem sköpuðu honum vinsældir meðal almennings. Hann skrifaði á dönsku - móðir hans var dönsk - en sögusviðið er Færeyjar og má þar greina áhrif frá uppvexti hans í verslunarhúsnæði í Þórshöfn. Ýmsar persónur koma margsinnis fyrir í sögum hans þar sem segir frá viðburðaríku mannlífi og oft örlar á þjóðfélagsgagnrýni.

Um vinningsverkið

Vonin blíð er sögulega skáldsaga sem gerist í Færeyjum á 17. öld. Formið er bréfaskáldsaga. Ungur danskur prestur að nafni Peter Børresens skrifar bréf til eldri starfsbróður síns þar sem hann lýsir lífi alþýðunnar og valdatafli í Þórshöfn þeirra tíma. Efniviðurinn er sögulegur en frásagnarhátturinn nútímalegur þar sem söguefnið er skoðað frá ýmsum hliðum. William Heinesen hefur hér skapað skáldsögu í anda evrópskrar raunsæishefðar. Hæðni og kímni einkennir verkið og leiðir hugann að höfundum á borð við Charles Dickens og Thomas Mann.

Det gode håb (Vonin blíð)

Útgáfa: Forlaget Gyldendal 

Útgáfuár: 1964

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Vonin blíð er skáldsaga þar sem brugðið er upp litríkri mynd af krepputímum í sögu Norðurlanda og réttlæti og kúgun takast á.