1967 Johan Borgen, Noregur: Nye noveller

1967 Johan Borgen, Norge: Nye noveller
gyldendal.no

Um höfundinn

Johan Borgen starfaði sem blaðamaður, gagnrýnandi og dálkahöfundur á ýmsum norskum dagblöðum. Á hernámsárunum veigraði hann sér ekki við því að vera gagnrýninn í skrifum sínum. Hann var handtekinn af Gestapo 1941 og dvaldi um tíma í Grini-fangabúðunumi. Tímamótaverk hans var skáldsöguröðin Lillelord sem út kom á 6. áratug síðustu aldar. Þar fléttar hann saman djúpsálfræðilegu sjónarhorni og raunsærri lýsingu á tíðarandanum.

Um vinningsverkið

Nye noveller eru átján smásögur þar sem mannlegt eðli er skoðað frá ýmsum hliðum. Sögunum er skipt eftir þemum en þau eru ást, hatur, barnæska, dýr sem spegil manneskjunnar og taugar. Höfundur kannar grundvallarforsendur manneskjunnar til að skynja tíma og rými. Leit hans í efnislegum heimi er einnig tákn um tilvistarleit. Í sumum smásagnanna kveður við upphafinn goðsagnakenndan og rómantískan tón en í öðrum gætir meiri raunsæis. Sagan Vi mördare er allt að því þjöppuð glæpasaga. Rauður þráður í smásögunum er sjúkleikatilfinning sem leynist undir sléttu og felldu yfirborðinu.

Nye noveller

Útgáfa: Gyldendal Norsk Forlag 

Útgáfuár: 1965

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Sagnamaðurinn, leikskáldið og ritgerðasmiðurinn Johan Borgen nær hæðum, ekki síst í smásögunum, þar sem hann bregður upp margvíslegum myndum af raunveruleikanum í hnitmiðuðu máli og túlkar um leið breytilegt eðli mannskepnunnar.