1973 Veijo Meri, Finnland: Kersantin poika

1973 Veijo Meri, Finland: Kersantin poika
Irmeli Jung

Um höfundinn

Veijo Meri fæddist í Víborg en nam sagnfræði við háskólann í Helsinki. Fyrsta smásagnasafn hans kom út 1954. Meri er einn helsti fulltrúi módernismans í Finnland og hefur gefið út fjölda verka. Hann hefur skrifað margs konar bókmenntaverk en heldur alltaf sínum eigin stíl. Hann hefur stundað fræðistörf og þýtt ýmis verk á finnsku, þar á meðal Hamlet og Meistara Ólaf. Verk hans hafa verið þýdd á 24 tungumál.

Um vinningsverkið

Skáldsagan Kersantin poika gerist í finnska vetrarstríðinu 1939 og lýsir lífinu í Valkjärvi-herbúðunum á Kirjálanesi. Frásagnartæknin ber ýmis merki um módernísk stílbrögð. Málið er vissulega skýrt og hnitmiðað en þar sem sögumaður er ekki alvitur ræðst sjónarhornið af persónum sögunnar. Fyrir vikið verða þær myndir sem brugðið er upp af raunverulegum viðburðum brotakenndar og ekki öruggar. Sjónarhorn lesandans verður aldrei meira en takmarkað sjónarhorn sögupersónanna. Sú aðferð styrkir myndina af öngþveitiskenndum fáránleika stríðsins þar sem tilviljun ein ræður för og manneskjan er varnarlaus og ein á báti.

Kersantin poika

Útgáfa: Otava 

Útgáfuár: 1971

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í Kersantin poika lýsir höfundur skynjun barnsins á listrænan hátt. Frásögnin endurspeglar ógnvekjandi tíma rétt áður en seinni heimsstyrjöld braust út. Líkt og í fyrri verkum sínum gefur Meri ítarlega, fyndna og næma lýsingu á náttúru og mönnum.