1976 Ólafur Jóhann Sigurðsson, Ísland: Að laufferjum og Að brunnum

1976 Ólafur Jóhann Sigurðsson, Island: Að laufferjum og Að brunnum
Jón Kaldal

Um höfundinn

Ólafur Jóhann Sigurðsson ólst upp við fábreyttar aðstæður í sveit og naut kennslu farkennara á veturna. Fimmtán ára að aldri lagði hann af stað til Reykjavíkur með skýrt markmið: Hann ætlaði að verða rithöfundur. Leiðin var þyrnum stráð en honum tókst að brjótast áfram og gafst tækifæri til að stunda nám í Kaupmannahöfn og New York. Fyrstu verk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar voru raunsæisskáldsögur þar sem hann lýsir nútímavæðingu íslensks þjóðfélags á 20. öld. Hann gaf einnig út ljóðasöfn, smásögur og barnabækur.

Um vinningsverkið

Ljóðasafnið Að brunnum skiptist í tvo hluta: Að laufferjum og Að brunnum. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Ólafur Jóhann Sigurðsson tjáði sig aðallega í hefðbundnu ljóðmáli. Ljóðin bera vott um mikla næmni fyrir náttúrunni og lýsa gleði manneskjunnar þegar hún virðir fyrir sér umbreytingar í náttúrunni. En skáldið beitir einnig náttúrufyrirbrigðum á táknrænan hátt; vatnið er til dæmis margrætt tákn í verkum Ólafs Jóhanns. Vatnið sem lífgjafi, uppspretta, lind - brunnur.

Að laufferjum og Að brunnum

Útgáfa: Menningarsjóður 

Útgáfuár: 1976

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Í ljóðlist Ólafs Jóhanns tengjast norrænar ljóðhefðir við meðvitund hans um átakafullu stöðu nútímamannsins þegar skáldið lýsir af trega andstæðum náttúru og samfélags sem stýrist af tækni.