2002 Lars Saabye Christensen, Noregur: Halvbroren

2002 Lars Saabye Christensen, Norge: Halvbroren
Siv-Elin Nærø

Um höfundinn

Lars Saabye Christensen fæddist í Ósló. Hann er af dönsku bergi brotinn en alinn upp í Noregi og skrifar á norsku. Fyrsta ljóðabók hans, Historien om Gly, kom út árið 1976. Christensen skrifar einnig skáldsögur, bókmenntagagnrýni, handrit og leikrit auk þes sem hann þýðir verk erlendra höfunda og semur söngtexta. Hann hefur skrifað barnabækur og á sæti í Norsku akademíunni.

Um vinningsverkið

Skáldsagan Hálfbróðirinn fjallar um gleði og sorgir fjölskyldu í Ósló, heimaborg höfundar. Hún er sögð æviverk hans enda tók það hann meira en tuttugu ár að semja hana. Skáldsagan byrjar á því að lýsa þremur konum þriggja kynslóða: ömmunni sem var kvikmyndastjarna á tímum þöglu myndanna, móðurinni Bolette og dótturinni Veru. Körlum bregður rétt snöggvast fyrir, birtast á því andartaki sem tekur að koma barni undir en síðan hverfa þeir á braut. Þann 8. maí 1945 þegar Ósló og allur heimurinnn fagnar hittir Vera mann í fyrsta sinn. Hann nauðgar henni og Vera verður ófrísk. Hún fæðir soninnn Fred sem elst upp hjá konunum þremur. Fjórum árum síðar verður Vera barnshafandi á ný, í þetta sinn með sirkuslistamanninum Arnold. Fred eignast hálfbróður. Sambandi hálfbræðranna er lýst á næman hátt og hvernig þeir velja ólíkar leiðir í lífinu.

Halvbroren (Hálfbróðirinn)

Útgáfa: Cappelen Damm 

Útgáfuár: 2002

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Blæbrigðarík skáldsagan spannar sögu margra kynslóða og er ýmist raunsæ eða fantasíukennd. Grunntónn sögunnar um Barnum Nilsen og Fred bróður hans er fjarlægð, missir og sorg en upp á móti vegur kímni, vinátta og von.