2014 Kjell Westö, Finland: Hägring 38

2014  Kjell Westö, Finland: Hägring 38
Fotograf: Cata Portin

Um höfundinn

Kjell Westö fæddist í Helsinki árið 1961. Hann býr í Helsinki í dag en dvelur einnig töluvert í Stokkhólmi. Hann stundaði nám í blaðamennsku við sænska félagsvísindaháskólann og í bókmenntum við háskólann í Helsinki. Westö starfaði sem blaðamaður á dagblöðunum Hufvudstadsbladet og Ny Tid í upphafi starfsferilsins en gerðist fljótt sjálfstætt starfandi rithöfundur. Skrif hans teygja sig yfir margar bókmenntagreinar, allt frá ljóðum til smásagna og esseyja, en hann er fyrst og fremst þekktur fyrir skáldsögur sínar.

Um vinningsverkið

Árið er 1938. Útþenslustefna Hitlers vekur bæði reiði og aðdáun, ekki síst innan hins svokallaða Miðvikudagsklúbbs í Helsinki – óformlegum umræðuvettvangi skipuðum nokkrum gömlum félögum Claes Thune, lögfræðings. Klúbbkvöldin eru ekki síður átylla fyrir að fá sér í glas heldur en til þess að ræða pólitík. Þetta árið endurspeglast klofningurinn innan Evrópu þó einnig innan Miðvikudagsklúbbsins.

Hägring 38

Útgáfa: Schildts & Söderströms 

Útgáfuár: 2013

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Finnski rithöfundurinn Kjell Westö hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna „Hägring 38“ („Hilling 38“ í íslenskri þýðingu), en í bókinni er hann sagður skapa „sterka tilfinningu fyrir andrúmslofti á örlagaríkum stundum í sögu Finnlands sem jafnframt teygja anga sína til nútímans“.