Formennska Norðmanna 2022

Á formennskutíma Noregs í Norrænu ráðherranefndinni verður markvisst unnið að áherslusviðunum þremur, en þau eru: græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Við hyggjumst hleypa nýjum krafti í vinnuna við framtíðarsýnina, stuðla að hraðari grænum umskiptum og auka skilvirkni í starfi ráðherranefndarinnar. Í sameiningu getum við gert Norðurlönd sterkari og grænni.