Dýrmætt samstarf

Viðhorf norræns almennings til Norðurlanda

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð hafa látið gera umfangsmikla könnun á því hvað íbúum Norðurlanda finnst um norræna samstarfið – grundvöll þess, tilhögun og viðfangsefni.Niðurstöður könnunarinnar sýna að norrænt samstarf nýtur víðtæks stuðnings meðal almennings. Íbúarnir telja að mikilvægasti grundvöllur samstarfsins sé annars vegar sameiginlegt gildismat og hins vegar svipuð samfélagsgerð. Það norræna gildi sem flestum finnst einkenna löndin er málfrelsið.Stór hluti íbúanna telur að það að geta nýtt öll Norðurlöndin sem atvinnu-, menntunar- og búsetusvæði sé einn af stærstu kostum samstarfsins. Almennt telja íbúar að varnar- og öryggismál séu það svið þar sem mikilvægast sé að eiga í samstarfi.Þessi skýrsla var unnin af greiningar- og matssviði Norrænu ráðherranefndarinnar. Skýrsluröð sviðsins er ætlað að varpa ljósi á málefni sem eru ofarlega á baugi og mikilvæg frá norrænu sjónarmiði. Þetta er þriðja skýrslan í röðinni. Þær tvær fyrstuvoru:Tillit – Det nordiska guldet (Traust – norræna gullið) Greining nr. 1/2017Er Norden best i verden? (Eru Norðurlönd best í heimi?) Greining nr. 2/ 2017
Publication number
2017:780