Ert þú með réttu gleraugun? Stuðningsefni til að samþætta sjónarmið réttinda barna og málefna ungmenna við starf Norrænu ráðherranefndarinnar

Upplýsingar

Útgáfudagur
Lýsing
„Norðurlönd eiga að vera besti staður í heimi fyrir börn og ungmenni.“Þannig hljómar framtíðarsýnin í þverfaglegri stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar um málefni barna og ungmenna á Norðurlöndum. Markhópurinn í forgrunni eru börn og ungmenni á aldrinum 0–25 ára. Eitt meginmarkmið stefnunnar er að Norræna ráðherranefndin samþætti í auknum mæli sjónarmið barnaréttinda og ungmenna í starfsemi sinni. Þannig verði hlustað betur eftir skoðunum barna og ungmenna og tekið mið af þeim. Börn eiga rétt á að koma að ákvörðunum og ferlum sem þau varða. Verkefni og aðra starfsemi má bæta með því að kalla börn og ungmenni til leiks og veita þeim áhrif. Lögmæti ákvarðana eykst sem og gæði og mikilvægi aðgerða þegar tekið er tillit til sjónarmiða barna og ungmenna.
Útgáfunúmer
2020:046