Eyðublað vegna tilnefninga til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020 (lokið)

Á þessu ári veitir Norðurlandaráð umhverfisverðlaunin í 26. sinn. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur og allir geta tilnefnt til verðlaunanna. Þema verðlaunanna í ár er líffræðileg fjölbreytni.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2020 skulu renna til norræns frumkvæðis sem tryggir auðugri náttúru fyrir sameiginlega framtíð okkar. Þema umhverfisverðlaunanna í ár endurspeglar og styður við 14. og 15. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um líf á landi og í sjó.

Frestur til að skila inn tillögum var 13. maí.