Leiðbeiningar: nám á Álandseyjum

Studiemedel studerande
Photographer
Yadid Levy/norden.org
Hér eru gefnar upplýsingar um það helsta sem hafa þarf í huga í tengslum við nám á Álandseyjum. Þessi síða getur einnig gagnast sem gátlisti.

Menntamál

Skólakerfið á Álandseyjum samanstendur af leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, háskóla (fagháskólanámi og námskeiðum) og lýðháskóla.Þú finnur lista yfir alla skóla á Álandseyjum og lista yfir þá á síðunni „Skólakerfið á Álandseyjum“.

Samningur Norðurlanda um aðgang að æðri menntun

Samningur Norðurlanda um aðgang að æðri menntun tryggir öllum Norðurlandabúum rétt til að sækja um nám í opinberum háskóla í öðru norrænu landi samkvæmt sömu eða sambærilegum skilyrðum og íbúar viðkomandi lands.

Umsóknir og inntaka

Á Álandseyjum er gerð krafa um B1-stig í sænsku en norrænir nemendur eru undanskildir þessari kröfu.Í sameignlegri umsóknargátt Álandseyja er hægt að sækja um pláss í leikskjóla Álandseyja, framhaldsskólanum á Álandseyjum og verkmenntaskólanum á Álandseyjum. Þú getur lesið þér til um umsóknir og inntökukröfur á vefsíðu framhaldsskóla Álandseyja.

Þú getur lesið þér til um umsóknir og inntökukröfur fyrir háskólann á Álandseyjum með tenglinum hér að neðan.

Sænska fyrir innflytjendur

Medborgarinstitutet (Medis) býður upp á sænskunámskeið fyrir fólk sem hefur annað móðurmál en sænsku, sem getur meðal annars nýst sem undirbúningur fyrir nám í skóla þar sem kennsla fer fram á sænsku. Sænska er töluðum í öllum skólum á Álandseyjum.

Einkunnakvarðar á Álandseyjum

Hér má finna upplýsingar um þá einkunnakvarða sem eru notaðir á Álandseyjum. Gefnar eru upplýsingar um einkunnakvarða í grunnskólum á Álandseyjum, menntun á framhaldsskólastigi á á Álandseyjum, verkmenntaskólanum á Álandseyjum og háskólanum á Álandseyjum og umreikning norrænna einkunna yfir á einkunnakvarða Álandseyja.Ef þú sækir um nám á Álandseyjum með norrænu einkunnaskírteini þarftu ekki að umreikna einkunnirnar þínar yfir á einkunnakvarða Álandseyja.

Búseta á Álandseyjum

Hér geturðu lesið um námsmannaíbúðir á Álandseyjum, húsnæðisstyrk Álandseyjum og skilyrði hans. Mundu að senda flutningstilkynningu á réttum tíma. Þú getur sent flutningstilkynningu einum mánuði fyrir fram eða í síðasta lagi einni viku eftir flutning.

Námsstyrkir á Álandseyjum

Hér geturðu lesið um hvernig þú getur fjármagnað nám þitt ef þú ferð til Álandseyja til að stunda nám. Kynntu þér þá fjárhagslegu aðstoð sem stendur til boða, sem eru meðal annars námsstyrkur, námsstyrkur fyrir fullorðna, húsnæðisstyrkur, framfærslustyrkur og fleira. Á Álandseyjum gilda lög um námsstyrki sem líkjast þeim sem gilda á Finnlandi. AMS hefur umsjón með öllum málum tengdum námslánum á Álandseyjum. Þú þarft að uppfylla viss skilyrði til að eiga rétt á námsstyrk á Álandseyjum.

Ef þú hyggst vinna með námi gætu almannatryggingar þínar flust til landsins sem þú starfar í. Lestu meira á síðunni „Almannatryggingar hvaða lands gilda um þig“?

Heilbrigðisþjónusta á Álandseyjum

Ef þú komst til Álandseyja frá öðru norrænu landi til að stunda nám telst dvölin alla jafna vera tímabundin. Þá fellur þú undir almannatryggingar brottfararlandsins. Nemendur frá Norðurlöndum eiga rétt á heilbrigðisþjónustu á Álandseyjum.

Viðurkenning erlendra prófgráða á Álandseyjum

Hér eru gefnar upplýsingar um hvernig þú færð erlenda prófgráðu viðurkennda á Álandseyjum. Einnig eru gefnar upplýsingar um mat á menntun á Álandseyjum.

Studerandekåren

Námsmannasamtökin Studerandekåren aðstoða námsfólk í háskólanum á Álandseyjum.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um skólakerfið á Álandseyjum geturðu haft samband mennta- og kennslusvið landsstjórnar Álandseyja

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna