Námsstyrkir á Álandseyjum

Á Álandseyjum gilda lög um námsstyrki sem líkjast þeim sem gilda á Finnlandi. AMS hefur umsjón með öllum málum tengdum námslánum á Álandseyjum. Þú þarft að uppfylla viss skilyrði til að eiga rétt á námsstyrk á Álandseyjum.
Hverjir eiga rétt á að sækja um námsstyrk á Álandseyjum?
AMS á Álandseyjum heldur úti vefsíðu fyrir erlenda nemendur þar sem því er lýst hvaða kröfur þarf að uppfylla til að fá námsstyrk á Álandseyjum. Mundu að sækja um tímanlega um námsstyrk og húsnæðisbætur.
Námsstyrkur
Upphæðin ræðst af aldri, menntun, búsetuformi, námsframvindu, hvort um fullt nám er að ræða eða ekki, tekjum á mánuðum námsstyrksins og tekjum foreldra (fyrir 17 ára nemendur).
Námsstyrkur fyrir fullorðna
Fólk á aldrinum 30 til 59 ára sem fer af vinnumarkaði til að stunda nám á rétt á þessum styrk. Upphæðin er tengd tekjum áður en námið hefst.
Húsnæðisstyrkur
Styrkurinn er veittur fyrir húsnæði nemenda, sem getur verið leiguhúsnæði eða eigið húsnæði.
Framfærslustyrkur
Ef þú ert í námi og ert forráðamaður barns sem er yngra en 18 ára gætir þú átt rétt á framfærslustyrk. Styrkurinn er veittur einu foreldri sem er í námi. Allar upphæðir námsstyrkja (að undanskildum lánum með ábyrgð landsstjórnar Álandseyja) eru bundnar við vísitölu neysluverðs og uppfærðar árlega.
Námslán með ábyrgð landsstjórnar Álandseyja
Landsstjórn Álandseyja gengst í ábyrgð fyrir námslánum, sem þýðir að ekki er þörf á annarri ábyrgð. Námslánin eru bankalán og námsmenn gera sjálfir samkomulag við banka um endurgreiðslur og vexti. Við umsókn um lán með ábyrgð landsstjórnar er gerð athugun á lánstrausti.
Skattskyldar tekjur
Tekjur þínar sem á námsmánuðum hafa áhrif á upphæð námsstyrkja.
Viðbótarstyrkur fyrir 17 ára
17 ára nemendur geta fengið viðbótarnámsstyrk, eftir tekjum foreldra þeirra.
Nánari upplýsingar
Námsmenn frá Finnlandi sækja um námsstyrki í gegnum FPA. Mundu að nemendur frá Finnlandi hafa áfram rétt á húsnæðisstyrki á meðan þeir stunda nám á Álandseyjum. Nemendur frá Svíþjóð sækja um námsstyrk frá Centrala studiestödsnämnden (CSN).
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.