Einkunnakvarðar á Álandseyjum

Anteckningar
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Hér má finna upplýsingar um þá einkunnakvarða sem eru notaðir á Álandseyjum.

Á Álandseyjum eru grunnskólar í hverju sveitarfélagi. Í framhaldsskólastofnun Álandseyja eru Framhaldsskólinn á Álandseyjum (Ålands lyceum) og Verkmenntaskólinn á Álandseyjum (Ålands yrkesgymnasium). Ýmsar námsbrautir eru í boði í tækniskólanum Högskolan på Åland, en þó engin háskólamenntun.

Einkunnakvarði grunnskóla á Álandseyjum

Nemendur í 1.–2. bekk fá munnlegt mat. Frá og með 3. bekk eru gefnar einkunnir fyrir öll fög. Einkunnir eru á kvarðanum 4 til 10, þar sem 10 er frábært, 9 er mjög gott, 8 er gott, 7 er fullnægjandi, 6 er í lagi, 5 er slæmt og 4 er fall.

Einkunnakvarðar á framhaldsskólastigi á Álandseyjum

Í bóklega framhaldsskólanum, Ålands lyceum, er notaður einkunnakvarði frá 4 til 10, þar sem einkunn frá 5 til 10 nægir til að standast námsgrein en 4 merkir fall. Stúdentspróf á Álandseyjum er metin með einkunnunum L, E, M, C, B, A og I, þar sem I merkir fall.

Verkmenntaskólinn á Álandseyjum notar einkunnakvarða í þremur þrepum, 1–5, þar sem 5 er frábært, 4 og 3 er gott og 2 og 1 eru fullnægjandi. 

Högskolan på Åland

Háskólar og tækniskólar í Finnlandi og Högskolan på Åland nota einkunnakvarðann 5–0, þar sem einkunn frá 5 til 1 nægir til að standast námsgrein en 0 merkir fall.

Umreikningur norrænna einkunna fyrir Álandseyjar

Ef þú sækir um nám á Álandseyjum með norrænu einkunnaskírteini þarftu ekki að umreikna einkunnirnar þínar yfir á einkunnakvarða Álandseyja.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna