Einkunnakvarðar á Álandseyjum
Á Álandseyjum eru grunnskólar í hverju sveitarfélagi. Í framhaldsskólastofnun Álandseyja eru Framhaldsskólinn á Álandseyjum (Ålands lyceum) og Verkmenntaskólinn á Álandseyjum (Ålands yrkesgymnasium). Ýmsar námsbrautir eru í boði í tækniskólanum Högskolan på Åland, en þó engin háskólamenntun.
Einkunnakvarði grunnskóla á Álandseyjum
Nemendur í 1.–2. bekk fá munnlegt mat. Frá og með 3. bekk eru gefnar einkunnir fyrir öll fög. Einkunnir eru á kvarðanum 4 til 10, þar sem 10 er frábært, 9 er mjög gott, 8 er gott, 7 er fullnægjandi, 6 er í lagi, 5 er slæmt og 4 er fall.
Einkunnakvarðar á framhaldsskólastigi á Álandseyjum
Í bóklega framhaldsskólanum, Ålands lyceum, er notaður einkunnakvarði frá 4 til 10, þar sem einkunn frá 5 til 10 nægir til að standast námsgrein en 4 merkir fall. Stúdentspróf á Álandseyjum er metin með einkunnunum L, E, M, C, B, A og I, þar sem I merkir fall.
Verkmenntaskólinn á Álandseyjum notar einkunnakvarða í þremur þrepum, 1–5, þar sem 5 er frábært, 4 og 3 er gott og 2 og 1 eru fullnægjandi.
Högskolan på Åland
Háskólar og tækniskólar í Finnlandi og Högskolan på Åland nota einkunnakvarðann 5–0, þar sem einkunn frá 5 til 1 nægir til að standast námsgrein en 0 merkir fall.
Umreikningur norrænna einkunna fyrir Álandseyjar
Ef þú sækir um nám á Álandseyjum með norrænu einkunnaskírteini þarftu ekki að umreikna einkunnirnar þínar yfir á einkunnakvarða Álandseyja.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.