Skólakerfið á Álandseyjum

Utbildningssystemet på Åland
Hér eru gefnar upplýsingar um skólakerfið á Álandseyjum, sem samanstendur af leikskólum, grunnskólum, framhaldsskóla, háskóla (fagháskólanámi og námskeiðum) og lýðháskóla.

Auk þess eru hér gefnir upp tenglar á allar menntastofnanir á Álandseyjum ofar grunnskólastigi. Einnig eru gefnar upplýsingar um sænskunámskeið fyrir einstaklinga með annað móðurmál en sænsku.
Kennsla fer fram á sænsku í öllum skólum á Álandseyjum.
Boðið er upp á nám fyrir fullorðna bæði á grunn- og háskólastigi.

Leikskóli (forskólastig)

Á Álandseyjum fer forskólakennsla fram á leikskólum fyrir 6 ára börn. Sveitarfélagið sem þú býrð í á Álandseyjum mun gefa þér upplýsingar um forskólakennslu. Einnig eru aðrir kostir í boði en leikskólar sveitarfélaganna. Þar má til dæmis nefna Waldorf-leikskólann og leikskóla St.Mårtens, sem rekinn er af Maríuhafnarsöfnuði.

Grunnskólar

Á Álandseyjum er skólaskylda fyrir öll börn. Skólaskylda hefst árið sem barn nær sjö ára aldri. Grunnskólar eru gjaldfrjálsir fyrir allt það helsta á borð við kennsluefni, umönnun, máltíðir, kennslu og í vissum tilfellum skólarútur. Öll sveitarfélög á Álandseyjum bjóða upp á grunnskólamenntun. Í skólunum eru yfirleitt 1. til 6. árangur eða 1. til 9. árgangur.Lögum samkvæmt er námsárið að minnsta kosti 188 vinnudagar og hefst það um það bil um miðjan ágúst og því lýkur í fyrstu vikunni í júní á ári hverju.

Háskóli

Háskólinn á Álandseyjum er háskóli sem býður upp á menntun sem gefur fagháskólapróf. 

Framhaldsskóli

Í framhaldsskólanum á Álandseyjum er boðið upp á almennt framhaldsskólanám og starfsmenntanám (grunnnám). Allir sem hafa staðist grunnskólapróf í norrænu landi eiga rétt á að sækja um nám í skóla á framhaldsskólastigi á Álandseyjum í gegnum sameignlega umsóknargátt Álandseyja.

Annað nám

Tónlistarstofnun Álandseyja býður upp á tónlistar- og dansnám. Nám við tónlistarstofnunina er undirstöðunám í tónlist eða dansi fyrir frekara nám við listaskóla eða tónlistarháskóla.

Opni háskólinn býður upp á námskeið á háskólastigi. Námskeiðin eru opin öllum og engar formlegar kröfur eru um fyrri menntun eða starfsreynslu.

Medborgarinstitutet (Medis) er menntunarmiðstöð sem býður upp á fjölþætta menntaþjónustu.

Bel Canto r.f býður upp á sumarnámskeið og haustnámskeið. Sótt er um á vefsíðu skólans.

Bild- och Formskolan r.f. er óhagnaðardrifið félag foreldra sem með fjárhagsstuðningi landsstjórnar Álandseyja stendur fyrir skapandi starfi fyrir börn á leikskólaaldri, grunnskólanemendur og ungmenni.

Starfsnámsmiðstöð Álandseyja hefur umsjón með starfsnámi. Starfsnám felur í sér þjálfun á vinnustað ásamt fræðinámi.

Sænska fyrir innflytjendur

Medborgarinstitutet (Medis) býður upp á sænskunámskeið fyrir fólk sem hefur annað móðurmál en sænsku, sem getur meðal annars nýst sem undirbúningur fyrir nám í skóla þar sem kennsla fer fram á sænsku.

Samningur Norðurlanda um aðgang að æðri menntun

Samningur Norðurlanda um aðgang að æðri menntun tryggir öllum Norðurlandabúum rétt til að sækja um nám í opinberum háskóla í öðru norrænu landi samkvæmt sömu eða sambærilegum skilyrðum og íbúar viðkomandi lands. Samkvæmt samningnum er sambærileg menntun sem lokið er í öðru norrænu landi metin gild í finnska háskólakerfinu. Loknar námseiningar eru metnar af menntastofnuninni sem sótt er um að stunda nám við. Ráðlagt er að athuga fyrir fram hvaða skjöl háskólar í Finnlandi þurfa að fá til að meta námið.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um skólakerfið á Álandseyjum geturðu haft samband menntunar- og kennslusvið landsstjórnar Álandseyja

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna