Viðurkenning á prófum og starfsréttindum á Íslandi

Viðurkenning á prófum á Íslandi
Stundum þarf að láta meta nám eða sækja um löggildingu á starfsréttindum í tengslum við vinnu eða nám. Hér eru upplýsingar um akademískt mat á námi og mat á starfsréttindum.

Akademískt mat á námi

NARIC/ENIC-skrifstofa Íslands fæst við akademískt mat á námi. Hún er rekin innan Háskóla Íslands en þjónustar allar íslenskar háskólastofnanir.

Á skrifstofunni eru ekki teknar ákvarðanir um mat á námi, aðeins eru veittar leiðbeiningar og ráðgjöf þar um. Verkefni skrifstofunnar fela meðal annars í sér að veita umsögn um mat á prófgráðum út frá matsaðferðum NARIC og ENIC samstarfsnetanna og að veita upplýsingar um prófgráður, menntakerfi og matsferli til einstaklinga, háskóla og annarra hagsmunaaðila.

Mat á starfsréttindum

Mat á starfsréttindum fer fram hjá fagráðuneytum undir umsjón menntamálaráðuneytisins. Þannig sinnir heilbrigðisráðuneyti til að mynda löggildum á störfum innan heilbrigðisgeirans og iðnaðarráðuneyti sinnir löggildingu starfa í iðnaði.

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna