Lýðháskólinn á Álandseyjum

hantverkare med yxa
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg / norden.org
Á þessari síðu eru upplýsingar um lýðháskólann á Álandseyjum, sem býður upp á almennt nám og undirbúningsnám fyrir ungmenni og fullorðna.

Lýðháskólinn á Álandseyjum býður upp á starfsmiðaðar námsleiðir. Einnig er boðið upp á stutt helgar- og sumarnámskeið. Lýðháskólinn býður einnig upp á námsleiðina Grundvux frá árinu 2021, sem er námsleið fyrir fullorðna sem hafa ekki lokið grunnskólaprófi. Skólinn, sem er staðsettur á miðri landsbyggðinni á Álandseyjum, 25 km frá Maríuhöfn, er heimavistarskóli. Engin próf eru haldin í skólanum og engar einkunnir eru gefnar en í stað þeirra fá nemendur vottorð um viðfangsefni og umfang námsins. Kennslan fer fram á sænsku. Hér má finna upplýsingar um námsleiðir skólans:

Umsóknartímabil

Sótt er um NYA-nám í gegnum sameiginlega umsóknargátt Álandseyja. Hægt er að sækja beint um NYA-nám þegar umsóknartími sameiginlegrar umsóknargáttar Álandseyja er liðinn með umsóknareyðublaði á vefsíðu skólans. Sótt er beint um handverks- og náttúruljósmyndunarnám á vefnum. Hægt er að sækja um að vera á biðlista.

Vefsíða Lýðháskólans á Álandseyjum

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um lýðháskólann á Álandseyjum geturðu haft samband við landsstjórn Álandseyja á þessari síðu

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna