Sænskunámskeið fyrir innflytjendur á Álandseyjum

svenska språkkurser Åland
Ljósmyndari
Johannes Jansson / norden.org
Hér er að finna upplýsingar um sænskunámskeið fyrir innflytjendur á Álandseyjum. Á Álandseyjum er eitt opinbert tungumál, sænska, en ekki tvö eins og í Finnlandi.

Medborgarinstitutet (Medis) á Álandseyjum býður upp á sænskunámskeið fyrir innflytjendur.

Sænskunámskeið fyrir innflytjendur

Sænska fyrir innflytjendur (Sfi-kurser) eru hraðnámskeið þar sem kennt er allan daginn. Upplýsingar um aðgangskröfur er að finna á sænsku og ensku
á vefsíðunni Svenska för inflyttade / Swedish for foreigners

SIA – svenska i arbete (sænska í vinnu)

Námið er ætlað innflytjendum í vinnu. Innflytjendum gefst færi á að þróa sænskukunnáttu sína á vinnustaðnum í samstarfi við vinnuveitandann.

Tungumálabað

Boðið er upp á tungumálabað í sænsku á Álandseyjum fyrir fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld utan Álandseyja.

Umsókn um námskeið

Sótt er um hjá AMS á Álandseyjum. 

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um námskeiðin geturðu haft samband við Medborgarinstitutet

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna