Sænskunámskeið fyrir innflytjendur á Álandseyjum
Medborgarinstitutet (Medis) á Álandseyjum býður upp á sænskunámskeið fyrir innflytjendur.
Sænskunámskeið fyrir innflytjendur
Sænska fyrir innflytjendur (Sfi-kurser) eru hraðnámskeið þar sem kennt er allan daginn. Upplýsingar um aðgangskröfur er að finna á sænsku og ensku
á vefsíðunni Svenska för inflyttade / Swedish for foreigners
SIA – svenska i arbete (sænska í vinnu)
Námið er ætlað innflytjendum í vinnu. Innflytjendum gefst færi á að þróa sænskukunnáttu sína á vinnustaðnum í samstarfi við vinnuveitandann.
Tungumálabað
Boðið er upp á tungumálabað í sænsku á Álandseyjum fyrir fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld utan Álandseyja.
Umsókn um námskeið
Sótt er um hjá AMS á Álandseyjum.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.