279. Oddný G. Harðardóttir (Indlæg)

Upplýsingar

Speech type
Erindi
Speech number
279
Speaker role
Den Socialdemokratiske Gruppe
Date

Herra forseti. Kæru vinir. Ég vil taka undir málflutning Ruth Grung sem rökstuddi fyrirvara jafnaðarmanna hér áðan. Málflutningur hennar rímar vel við áherslur Íslandsdeildarinnar hingað til um fjármögnun norrænu samstarfsstofnananna og ákvarðanir um þau framlög. Norræna eldfjallasetrið á Íslandi sinnir mikilvægu hlutverki í eldfjallarannsóknum og framlag til setursins frá norrænu ráðherranefndinni hefur styrkt starfið og setrið hefur fengið jákvæðar umsagnir í mati á starfseminni. Við leggjum áherslu á að jafnræði sé bætt með einni stofnun í hverju landi og að stofnanirnar sem fyrir eru verði metnar og fjárhæðir samræmdar. Málamiðlunin, sem þekkingar- og menningarnefndin leggur til að við samþykkjum, er ekki fullnægjandi. Hún er óljós eins og reyndar kemur fram í greinargerðinni með henni. Þess vegna leggur flokkahópur jafnaðarmanna til að Norðurlandaráð beini því til norrænu ráðherranefndarinnar að hún fari yfir þær norrænu stofnanir sem í dag eru fjármagnaðar og hvort um réttar stofnanir sé að ræða og samræmi síðan upphæðina. Að lokum vil ég hvetja ykkur öll til að taka undir fyrirvara flokkahóps jafnaðarmanna hvað þetta varðar.

Skandinavisk oversættelse:

Hr. præsident. Kære venner. Jeg tilslutter mig Ruth Grung, der argumenterede for socialdemokraternes reservation tidligere. Hendes fremstilling er i tråd med den islandske delegations holdning til finansieringen af de nordiske samarbejdsorganer og beslutninger om de omtalte bevillinger. Nordisk vulkanologisk institut i Island har en vigtig opgave inden for vulkanologisk forskning, og takket være bidrag til instituttet fra Nordisk Ministerråd er virksomheden blevet styrket, og instituttet har fået en positiv omtale i evalueringen af virksomheden. Vi lægger vægt på ligebehandling med én institution i hvert land, samt at de eksisterende institutioner bliver evalueret og bidragene koordineret. Det kompromis, som kundskabs- og kulturudvalget foreslår, at vi godkender, er ikke tilfredsstillende. Det er uklart, hvilket også fremgår af den vedlagte redegørelse. Derfor foreslår den socialdemokratiske partigruppe, at Nordisk Råd rekommanderer, at Nordisk Ministerråd gennemgår de nordiske samarbejdsorganer, der finansieres i dag, for at vurdere, hvorvidt der er tale om det rigtige valg af organer samt koordinere beløbene. Til sidst vil jeg opfordre jer allesammen til at tilslutte jer den socialdemokratiske partigruppes reservation om sagen.