238. Katrín Jakobsdóttir (Response to reply)

Upplýsingar

Speech type
Svar við athugasemd
Speech number
238
Date

Það er alltaf mikilvægt að hafa femínísku gleraugun á þegar við tökum ákvarðanir alveg eins og það er mikilvægt að vera alltaf með hina félagslegu vídd þegar við tökum ákvarðanir um til að mynda efnahagsaðgerðir. Svo að ég tali bara út frá Íslandi þá var hin félagslega vídd mjög mikilvæg í öllum okkar efnahagsaðgerðum. Við þurftum að styðja við fyrirtækin í landinu. Eins og þið vitið þá er ferðaþjónustan mjög stór á Íslandi. Hún þurfti mikinn stuðning en við þurftum líka að styðja við atvinnuleitendur, barnafjölskyldur og það þurfti að horfa til kvenna. Ef það er einhver lærdómur sem við getum tekið út úr faraldrinum þá er það mikilvægi umönnunarstéttanna, sem er haldið uppi af konum, og það er mikilvægi umhyggjuhagkerfisins, þ.e. konurnar sem eru að vinna heima og sinna í raun og veru skyldum á heimilinu sem kennir okkur auðvitað að kynjajafnrétti er alltaf undirstaðan fyrir því að við fáum betra samfélag, þ.e. að öll kyn taki jafnan þátt í þessum skyldum sem eru heima við. Ég held að faraldurinn geti kennt okkur ýmislegt um það. Eins varðandi heimilisofbeldi sem við sáum víða aukast. Það var meðal fyrstu aðgerða íslensku ríkisstjórnarinnar að styðja betur við þau sem eru að styðja við þolendur heimilisofbeldis.

 

Skandinavisk översättning

Det er altid vigtigt at have feministiske briller på, når vi træffer beslutninger, ligesom det er vigtigt altid at have den sociale dimension med, når vi træffer beslutninger om for eksempel økonomiske tiltag. For nu at tage udgangspunkt i Island så er den sociale dimension meget vigtig i alle vores økonomiske tiltag. Vi måtte støtte landets virksomheder. Som I ved, så er turismebranchen meget stor i Island. Branchen havde brug for meget støtte, men vi skulle også støtte arbejdsledige, børnefamilier, og der var behov for at se på kvinders forhold. Hvis vi har lært noget af pandemien, så er det omsorgsfagenes betydning, der bæres oppe af kvinder, og betydningen af ​​omsorgsøkonomien, dvs. de kvinder, der arbejder hjemme og udfører faktisk pligter i hjemmet, hvilket selvfølgelig viser os, at ligestilling mellem kønnene altid er forudsætningen for, at vi kan forbedre samfundet, dvs. at alle køn deler pligterne inden for hjemmets fire vægge. Jeg mener, ​​at pandemien kan lære os meget om det. Det samme gælder vold i hjemmet, som vi så i stigende grad. Det var et af den islandske regerings første tiltag at give bedre støtte til dem, der udsættes for vold i hjemmet.