1986 Rói Patursson, Færeyjar: Líkasum

1986 Rói Patursson, Färöarna: Líkasum
Elin Lindenskov

Um höfundinn

Rói Patursson er fæddur og uppalinn í Þórshöfn en bjó í Kaupmannahöfn á árunum 1970 til 1985 þar sem hann lauk háskólaprófi í heimspeki. Hann kenndi um tíma við Ritlistarakademíuna í Björgvin en sneri síðan heim til Færeyja og tók að sér stjórn færeyska lýðskólans í Þórshöfn. Rói Patursson hefur unnið við dagskrárgerð fyrir útvarp, samið söngtexta og gefið út þrjú ljóðasöfn. Hann hlaut bókmenntaverðlaunin fyrir þá síðustu, Líkasum.

Um vinningsverkið

Ljóðasafnið Líkasum var fyrsta verkið ort á færeysku sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Ljóðasafnið skiptist í sjö kafla og er hver þeirra með sínu þema en öll eru ljóðin ort frá sjónarhóli ferðalangsins. Í ljóðinu Heimkoma reynir skáldið að ráða gátu heimkomunnar. Í þriðja kafla ljóðasafnsins er orðaflaumurinn hlaðinn erótík og efa en er einnig einlæg tilraun til að sjá skýrar. Í vangaveltum skáldsins má skynja alvöruþrungna kímni undir yfirborðinu en hann víkst þó aldrei undan því að tjá sig á ögrandi hátt. Rói Patursson fylgir hefð módernismans.

Líkasum

Útgáfa: Mentunargrunnur Studentafelagsins 

Útgáfuár: 1985

Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar

Með ljóðrænum krafti og hreinskilni lýsir hann spennuþrungnu sambandi færeysks veruleika og tilvistarspurninga nútímamannsins.