1994 Kerstin Ekman, Svíþjóð: Händelser vid vatten
Um höfundinn
Kerstin Ekman býr í Valsjöbyn í Jämtlandi en ólst upp í Katrineholm. Fyrsta glæpasaga hennar kom út árið 1959 og hefur hún skrifað margar síðan. Ekman var valin í Sænsku akademíuna árið 1978 en sæti hennar hefur staðið autt allt frá árinu 1989 þegar henni ofbauð aðgerðaleysi akademíunnar í málum Salmans Rushdie. Hún hefur skrifað skáldsögu í fjórum bindum um Katrineholm sem fjallar um örlög nokkurra kvenna. Ekman lætur stöðu kvenna sig varða en skáldsögur hennar bera einnig oft merki um dulúð náttúrunnar og leynda krafta manneskjunnar.
Um vinningsverkið
Atburðir við vatn er glæpasaga sem gerist í bænum Svartvattnet í Norður-Svíþjóð. Hún fjallar um konu sem flyst frá Stokkhólmi til kærastans síns og hyggst starfa sem kennari í kommúnu. Atburðarásin snýst um tvöfalda morðgátu sem enn er óleyst og þau áhrif sem válegir atburðirnir hafa á heimamenn. Frásögn Ekman má túlka á ýmsa vegu, hana má lesa sem þroskasögu, sem gagnrýni í hefðbundin kynjahlutverk eða táknræna goðsögn en hér er að sjálfsögðu einnig á ferð afar spennandi glæpasaga.
Händelser vid vatten (Atburðir við vatn)
Útgáfa: Albert Bonniers Förlag
Útgáfuár: 1993
Hér er rökstuðningur dómnefndarinnar
„Atburðir við vatn“ vekur nútímamanninn til umhugsunar. Spennan magnast þegar persónurnar brjóta hver aðra – og náttúruna – niður á tímum harkalegra skipulagsbreytinga. Læknandi máttur leynist í gæsku feðranna sem leysir af hólmi þá yfirgengilegu móðurást sem hneppir persónurnar í örlagafjötra. Verkið afhjúpar sífellt ný leyniherbergi – einnig í huga lesandans.