Aidon (Finland)

Aidon - Finland
Ljósmyndari
norden.org
Snjallir rafmagnsmælar – mikilvæg tækninýjung í endurnýjanlegu orkukerfi

Norræna fyrirtækið Aidon hlýtur tilnefningu fyrir snjalla rafmagnsmæla.

Flest verðum við einna helst vör við tækninýjungar sem eru sýnilegar í daglegu lífi okkar, svo sem rafbíla og smáforrit í snjallsímum. En til grundvallar snjöllum byggingum, snjallnetum og framleiðslu á endurnýjanlegri orku fyrir heimili og iðnaðarhúsnæði liggja svonefndir snjallir rafmagnsmælar, sem senda upplýsingar meðal annars á milli rafveitu og viðskiptavina hennar.

Slík þjónusta ræður úrslitum fyrir húseigendur sem vilja selja sólarorku til afveitukerfisins. Þá er það mikill kostur að mælarnir gefa rauntímaupplýsingar um orkunotkun.