Guðrun & Guðrun - Færeyjar

Gudrun & Gudrun
Photographer
Beinta á Torkilsheyggi
Tískufatnaður sem unninn er úr úrgangsvöru.

Færeysk lambaull og lambagærur voru áður úrgangsvara sem fór í brennslu á sorpstöðvum og olli álagi á færeyska sorphreinsunarkerfið en er nú eftirsótt vara sem selst um allan heim.

 

Þessa breytingu má meðal annars rekja til fyrirtækisins Guðrun & Guðrun sem hefur nútímavætt sígilda norræna náttúruvöru, prjónapeysuna.

 

Peysurnar eru unnar úr ull af kindum sem eru frjálsar á beit í grænum fjöllum Færeyja. Þær eru handprjónaðar af konum í Færeyjum, Jórdaníu og Perú. Hér er á ferðinni sjálfbær nýting á náttúrulegu norrænu hráefni sem auk þess valdeflir konur í fjarlægum löndum og bætir kjör þeirra. Sannarlega saga í anda tólfta heimsmarkmiðsins.