Handhafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021

Vinnare av Nordiska rådets barn- och ungdomslitteraturpris 2021

Vinnare av Nordiska rådets barn- och ungdomslitteraturpris 2021

Photographer
Norden.org/Magnus Fröderberg
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2021 hlýtur hin sænska Elin Persson fyrir bókina „De afghanska sönerna“.

Rökstuðningur dómnefndar

Verðlaunahafi ársins hefur hrifið dómnefndina með afar brýnu viðfangsefni. Gegnum bókmenntalega frásögn skapar verðlaunahöfundurinn andrúmsloft sem minnir á heimildarverk og byggir listilega upp mynd af veruleika þar sem enginn er góður eða vondur. Lýsingarnar á þeim persónum sem lesandinn hittir fyrir eru aldrei svarthvítar eða einfaldaðar. Af næmni og með skörpu auga fyrir smáatriðum lýsir verðlaunahafi ársins tilveru aðalpersónunnar í flóttamannabústað. Lesandinn á auðvelt að samsama sig persónum og fær ekki varist myndinni sem dregin er upp af aðstæðum þar sem allir eru vanmáttugir fangar og hafa, í einhverjum skilningi, þegar tapað. Í stað þess að bjóða skýringar, lausnir eða niðurstöður flæðir frásögnin fram eins og bálreið ásökun sem teygir sig langt út fyrir síður bókarinnar og beinist að kerfi sem brýtur þá sem gerðir eru úr gleri. Verðlaunin í ár hlýtur Elin Persson fyrir bókina De afghanska sönerna („Afgönsku synirnir“).