Hildur Guðnadóttir

Hildur Guðnadóttir
Photographer
Rune Kongsro
„Undir tekur yfir” eftir Hildur Guðnadóttir

Hildur Guðnadóttir (fædd1982) er íslenskur sellóleikari, tónskáld og söngkona sem hefur verið að hasla sér völl sem einn af helstu tónlistarmönnunum á sviði tilraunakenndrar popptónlistar og samtímatónlistar. Í einleiksverkum sínum dregur hún fram hljóð sem spanna vítt svið, allt frá því að vera áleitin í einfaldleika sínum til þess að vera margbrotin. Hildur byrjaði að spila á selló sem barn og gekk í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Í framhaldi af því fór hún í Listaháskóla Íslands og Listaháskóla Berlínar (Universität der Künste) til þess að læra tónfræði/tónsmíðar og nýmiðlun. Hildur hefur gefið út þrjá diska og hlotið mikið lof fyrir. Auk þess hefur hún samið tónlist fyrir leikhús, dans og kvikmyndir. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsið, Tate Modern-listasafnið, Kvikmyndastofnun Bretlands, Konunglega sænska óperan í Stokkhólmi og Borgarleikhúsið í Gautaborg eru meðal þeirra stofnana sem hafa fengið Hildi til að semja fyrir sig. Hún vann Grímuverðlaunin 2011 fyrir tónlist sína í Lé konungi og árið 2012 var hún tilnefnd til Róbertverðlaunanna (dönsk kvikmyndaverðlaun) fyrir frumsamið verk í myndinni A Hijacking.